Þess vegna áttu að borða fisk

Fiskur, sjávarfang og lýsi er mikilvægur hluti af hollu og …
Fiskur, sjávarfang og lýsi er mikilvægur hluti af hollu og fjölbreyttu mataræði sem getur stuðla að góðri heilsu alla ævi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fisk­ur, sjáv­ar­fang og lýsi er mik­il­væg­ur hluti af hollu og fjöl­breyttu mataræði sem get­ur stuðlað að góðri heilsu alla ævi því þar færðu nær­ing­ar­efni sem eru mik­il­væg fyr­ir lík­ams­starf­sem­ina.

Sam­kvæmt ráðlegg­ing­um frá land­læknisembætt­inu er æski­legt að borða minnst 300 g af sjáv­ar­fangi á viku eða að minnsta kosti tvisvar til þris­var í viku. Þar af er mælt með neyslu á feit­um fiski viku­lega. Þegar rætt er um feit­an fisk er aðallega átt við lax, lúðu og síld.  Einnig eru mak­ríll og sard­ín­ur flokkuð sem feit­ur fisk­ur. Ávallt hef­ur verið lögð áhersla á að taka lýsi en lýsið er ríkt af D-víta­míni og omega-3 fitu­sýr­um. Segja má að lýsið sé eina fæðubót­ar­efnið sem ger­ir fólki á öll­um aldri gagn og ekki síst er neysla lýs­is mik­il­væg fyr­ir íþrótta­fólk. 

Fiskur er herramannsmatur og gaman er að útbúa fallega og …
Fisk­ur er herra­manns­mat­ur og gam­an er að út­búa fal­lega og bragðgóða fisk­rétti sem gleðja bæði auga og munn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fisk­ur og sjáv­ar­fang rík af prótein­um

Þau nær­ing­ar­efni sem við fáum úr fiski eru mörg en þau sem mik­il­væg­ust má telja eru joð og omega-3. Sjáv­ar­fang er einnig ríkt af prótein­um og seleni sem eru mik­il­væg nær­ing­ar­efni fyr­ir börn og ungt fólk og þá er sjáv­ar­fang full­kom­in upp­spretta auðmelt­an­legra próteina, til að mynda fyr­ir íþrótta­fólk. 

Omega-3 hef­ur marg­vís­leg áhrif á lík­ams­starf­sem­ina. Til að mynda við að byggja upp frumu­himn­ur sem gerðar eru úr fitu­sýr­um en fitu­sýr­urn­ar hafa já­kvæð áhrif á starf­semi frumu­himn­anna, ekki síst í sam­skipt­um við aðrar frum­ur, þar á meðal í heil­an­um. Ef nóg er af omega-3 nýt­ir lík­am­inn það meðal ann­ars til að mynda boðefni sem hafa já­kvæð áhrif á líðan. Þetta gæti verið mik­il­vægt í tengsl­um við meðferð við þung­lyndi en oft mæl­ast omega-3 gildi lág hjá þung­lynd­is­sjúk­ling­um. Á sama tíma er omega-3 mik­il­vægt í fram­leiðslu á efna­sam­bönd­um sem stjórna blóðþrýst­ingi og blóðstorkn­un. Bólgu- og ónæm­is­svör­un lík­am­ans er einnig háð magni omega-3 fitu­sýra á þann hátt að omega-3 dreg­ur úr bólgu­mynd­un og hef­ur þannig góð áhrif á of­næm­is­sjúk­linga, öf­ugt við áhrif­in sem omega-6 fitu­sýr­ur hafa. Því er ekki æski­legt að taka inn omega-6 fitu­sýr­ur þar sem nóg er af þeim í fæði nú­tíma­manns­ins, til að mynda í jurta­ol­í­um og sum­um unn­um mat­væl­um.

Hef­ur áhrif á meðgöngu

Holl­usta fisks­ins og sjáv­ar­fangs al­mennt er ótví­ræð. Hafa rann­sókn­ir meðal ann­ars leitt í ljós að þeir sem borða fisk tvisvar til þris­var í viku eiga síður á hættu að fá hjarta­áfall en þeir sem borða fisk sjaldn­ar. Eðli­leg­ur fóst­urþroski; þá aðallega heili og tauga­kerfi er háð því að nægj­an­legt magn omega-3 fitu­sýra, DHA og EPA, sé til staðar á fóst­ur­skeiðinu og það er því á ábyrgð móður­inn­ar að neyta sjáv­ar­fangs í nægj­an­legu magni alla meðgöng­una. Önnur mik­il­væg víta­mín og steinefni sem finna má í feit­um fiski og eru mik­il­væg á fóst­ur­skeiðinu eru A-, D- og B12-víta­mín, auk joðs og selens.

Gott fyr­ir hjartað

Omega-3 fitu­sýr­ur eru einnig mik­il­væg­ar fyr­ir þá eldri og kem­ur það aðallega inn á hjarta­heilsu, með því að bæta blóðfitu­gildi, lækka blóðþrýst­ing, bæta blóðflæði og draga úr hjart­sláttar­ó­reglu. Magn omega-3 kem­ur einnig við sögu í tengsl­um við and­lega líðan og jafn­vel alzheimers­sjúk­dóm­inn en mæl­ing­ar á sjúk­ling­um með þann sjúk­dóm hafa sýnt fram á lækkuð gildi í heila­vef.

Fisk­ur, sjáv­ar­fang og lýsi er því mik­il­væg­ur hluti af hollu og fjöl­breyttu mataræði sem miðar að góðri heilsu frá fóst­ur­skeiði til framtíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert