Cannelloni fyllt með spínati sem bráðnar í munni

Unaðslega ljúffengt cannelloni fyllt með spínati sem allir sælkera kunna …
Unaðslega ljúffengt cannelloni fyllt með spínati sem allir sælkera kunna vel að meta. Ljósmynd/Sjöfn

Þessi unaðslega ljúf­fengi rétt­ur með ít­ölsku ívafi tek­ur tíma og er svo­lítið fönd­ur en al­gjör­lega þess virði. Hér er á ferðinni cann­elloni með spínati sem bragðast unaðslega vel og það þarf í raun ekk­ert meðlæti. Það er þá helst hvít­lauks­brauð og það má til að mynda út­búa hvít­lauk­spít­su og fram­reiða með. Rétt­ur­inn kem­ur úr smiðju Sigrúnu Mar­grét­ar Pét­urs­dótt­ur mat­gæðings sem veit fátt skemmti­legra en að elda frá grunni og gleðja bragðlauk­ana. Síðan er það góður drykk­ur sem gam­an er að para með þess­um rétti, til dæm­is með búbbl­um.

Cannelloni fyllt með spínati sem bráðnar í munni

Vista Prenta

Cann­elloni fyllt með spínati

  • 1 p Barilla cann­elloni píp­ur

Fyll­ing:

  • 500 g kota­sæla eða ricotta
  • 125 g ferskt spínat
  • 2 hvít­lauksrif smátt söxuð
  • 2 eggj­ar­auður
  • 50 g rif­inn par­mes­an
  • Börk­ur af einni sítr­ónu
  • ¼ tsk. flögu­salt
  • ¼ tsk. hvít­ur píp­ar 

Tóm­atsósa

  • ólífu­olía til steik­ing­ar
  • 2 meðal­stór­ar gul­ræt­ur smátt skorn­ar
  • 2 sell­e­rístilk­ar smátt skorn­ir
  • 1 meðal­stór rauðlauk­ur smátt skor­inn
  • 2 hvít­lauksrif smátt söxuð
  • 1 rauður chilli smátt skor­inn (má sleppa)
  • ½ glas rauðvín
  • 1 tsk nautakraft­ur
  • 2 dós­ir maukaðir tóm­at­ar
  • 1 bolli vatn
  • ½ msk. hun­ang
  • Salt og svart­ur pip­ar eft­ir smekk

Ostasósa

  • 2 msk. smjör
  • 1 ½ msk. hveiti
  • ½ l nýmjólk
  • 50 g rif­inn par­mes­an
  • ½ poki rif­inn ost­ur (gott að velja bragðmik­inn ost)
  • ½ tsk. andakraft­ur
  • salt og hvít­ur pip­ar eft­ir smekk

Í lok­in

  • 1 poki rif­inn ost­ur
  • par­mes­an og fersk basilíka til að strá yfir í lok­in

Aðferð:

  1. Þar sem gott er að leyfa fyll­ing­unni að jafna sig í ís­skáp er gott að byrja á henni.
  2. Svissið hvít­lauk­inn og spínatið á pönnu í olíu og leggið á eld­húspapp­ír til þerr­is.
  3. Náið sem mest­um vökva úr spínatinu áður en þið færið það á bretti og saxið, gott að renna hníf nokkr­um sinn­um í gegn­um það lá­rétt og lóðrétt.
  4. Blandið sam­an öll­um hrá­efn­um í fyll­ing­una vel sam­an í skál og færið í ís­skáp eða á kald­an stað þar til komið er að því að fylla cann­elloni píp­urn­ar.

Tóm­atsós­an

  1. Hugið næst að tóm­atsós­unni því hún verður bara betri með tím­an­um.
  2. Byrjið á að svissa allt græn­metið í ol­í­unni þar til að það er orðið mjúkt án þess að brúna það.
  3. Bætið rauðvíni, hun­angi og krafti út í.
  4. Þegar þetta hef­ur mallað í 2-3 mín­út­ur bætið þá tómöt­un­um ásamt 1 bolla af vatni út í.
  5. Látið sós­una malla á meðal­hita á meðan annað er und­ir­búið.
  6. Smakkið til og bætið salti og pip­ar eft­ir smekk.
  7. Á meðan tóm­atsós­an mall­ar er gott að fylla cann­elloni píp­urn­ar.
  8. Þar skipt­ir máli hvað hent­ar hverj­um og ein­um. Fyr­ir þá sem eru lagn­ir með sprautu­poka er um að gera að nota þá.
  9. Hægt er að kom­ast upp á lag með að nota eft­ir­réttagaffal eða smáa te­skeið þar sem stund­um virðist spínatið ekki nógu þjált í sprautu­pok­an­um.
  10. Raðið síðan píp­un­um fyllt­um í eld­fast mót.

Ostasós­an

  1. Byrjið á að bræða smjör og hveiti sam­an í pott.
  2. Bætið mjólk­inni út í í skömmt­um, hrærið nokkuð stöðugt til að ostasós­an verði ekki kekkj­ótt.
  3. Leyfið suðunni að koma upp og þegar jafn­ing­ur­inn er byrjaður að þykkna er bætið þá krafti og osti út í.
  4. Sós­an er klár þegar ost­ur­inn er bráðnaður.

Sam­setn­ing

  1. Hitið ofn­inn í 150°C.
  2. Hellið tóm­atsós­unni yfir fyllt­ar cann­elloni píp­urn­ar í eld­fasta­mót­inu og dreifið ostasós­unni yfir.
  3. Bakið við 150°C í 30 mín­út­ur.
  4. Takið út og hækkið ofn­inn í 180°C hita.
  5. Stráið rifn­um osti stráð yfir rétt­inn og setjið aft­ur inn í ofn­inn 180°C heit­an ofn í 15-20 mín­út­ur.
  6. Takið út og stráið rifn­um par­mes­an og ferskri basilíku yfir og njótið.
Þegar búið er að fylla pípurnar með fyllingunni og raða …
Þegar búið er að fylla píp­urn­ar með fyll­ing­unni og raða þeim í eld­fast­mót er tóm­atsós­unni næst dreift yfir. Ljós­mynd/​Sjöfn
Ostasósan fer næst yfir og rétturinn bakaður inni í ofni …
Ostasós­an fer næst yfir og rétt­ur­inn bakaður inni í ofni í um það bil 30 mín­út­ur og síðan er ost­in­um dreift yfir og rétt­ur­inn hitaður aft­ur um það bil 15 til 20 mín­út­ur. Ljós­mynd/​Sjöfn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert