Orkustangir með appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetum

Orkustangirnar hennar Júlíu Magnúsdóttir með appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetum eru súper …
Orkustangirnar hennar Júlíu Magnúsdóttir með appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetum eru súper ofurfæða sem bragðast vel. Samsett mynd

Þess­ar dá­sam­legu orkustang­ir með app­el­sín­usúkkulaði er frá­bær­ar til að njóta í milli­mál, með kaff­inu og jafn­vel í nest­is­boxið. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Júlíu Magnús­dótt­ur heil­su­markþjálfa sem held­ur úti lífs­stíls­bloggsíðunni Lifðu til fulls. Orkustang­irn­ar eru í miklu upp­á­haldi hjá Júlíu og hún seg­ist gjarn­an gera góðan skammt til að eiga til góða. Þetta eru í raun hrá­fæðis­stang­ir og eru súper holl­ar.

„Þess­ar fara beint í fryst­inn hjá mér og ég er hepp­in ef þær end­ast út vik­una. Það er svo þægi­legt að kippa einni orku­stöng með sér í nesti eða fá sér eina með kaff­inu seinnipart­inn. Þær eru ein­fald­lega svo góðar að ég stelst til þess að fá mér í eft­ir­rétt líka,“ seg­ir Júlía og glott­ir. 

Orku­fæða, prótein­rík­ar og sæt­ar

Stang­irn­ar eru með sann­kallaðri orku­fæðu, prótein­rík­ar og full­kom­lega sæt­ar. Upp­skrift­in er inn­blás­in frá krútt­leg­um hrá­fæðisveit­ingastað Ecru í Ítal­íu. Hrá­fæði er sann­ar­lega ein sú orku­rík­asta fæða sem völ er á og upp­lagt að hafa aðeins af því í mataræðinu,“ seg­ir Júlía og vona að þessi komi sé vel fyr­ir marga. 

Girnilegar orkustangirnar og laða að augað.
Girni­leg­ar orkustang­irn­ar og laða að augað. Ljós­mynd/​Júlía Magnús­dótt­ir

Orkustangir með appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetum

Vista Prenta

Orkustang­ir með app­el­sín­usúkkulaði og pist­asíu­hnet­um

  • 1 ½ bolli döðlur
  • 1 – 1 ½ bolli möndl­ur
  • ½ bolli spírað kínóa
  • ½ tsk. vanillu­drop­ar eða notið stevíu með vanillu­bragði
  • ör­lítið salt
  • 100 g syk­ur­laust app­el­sín­usúkkulaði
  • ½ bolli pist­asíu­hnet­ur eða möndl­ur saxað smátt
  • 1 app­el­sína, börk­ur rif­in (val)

Aðferð:

  1. Dag­inn áður er þetta gert.
  2. Leggið kínóa í bleyti í 1 klukku­stund eða leng­ur.
  3. Setjið kínóað í sigti og skolið und­ir krana með köldu vatni.
  4. Færið þá kínóað í stóra glerkrukku eða spírun­ar­krukku ef hún er til.
  5. Hér er hægt að fara tvær leiðir til að spíra, annaðhvort er hægt að setja fínt sigti yfir lok krukk­unn­ar og hvolfa svo sigt­inu yfir skál.
  6. Einnig er hægt að setja visku­stykki/​grisju yfir lokið og hvolfa því svo kínóað geti andað.
  7. Skolið kínóa á nokkra klukku­stunda fresti, passið að tæma allt vatn af. 
  8. Sjálfsagt eru þið þó ekki að vakna á nótt­inni að skola af.
  9. Þetta er gert af og til nokkr­um sinn­um yfir dag­inn.
  10. Aðal­atriði er að halda spír­un­um þurr­um.
  11. Spír­ur munu koma eft­ir um það bil 24 klukku­stund­ir, en þ get haldið áfram að spíra í 2 daga ef þ viljið fá stærri spír­ur.
  12. Dag­inn eft­ir gerið þið eft­ir­far­andi.
  13. Setjið döðlur og hnet­ur í mat­vinnslu­vél og hrærið sam­an.
  14. Bætið út í spíruðu kínóa og hrærið ör­lítið, deigið ætti að byrja að móta smá deig­kúlu og hald­ast vel sam­an.
  15.  Það fer eft­ir stærð á möndl­um og mýkt á döðlum þið gæt þurft að nota aðeins meira en upp­skrift gef­ur.
  16. Bæt við annaðhvort meiri döðlum til að deigið hald­ist bet­ur sam­an s.s verði meira klístrað eða meira af möndl­um ef deigið er of klístrað.
  17. Mótið í lagn­ar stang­ir og leggið til hliðar.
  18. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði.
  19. Á meðan súkkulaðið bráðnar er gott að saxa aðeins niður hnet­ur og hafa til app­el­sínu ásamt rif­járni.
  20. Júlía notar syk­ur­laust app­el­sín­usúkkulaði og pist­asíu­hnet­ur.
  21. Hellið súkkulaði yfir stang­irn­ar og dreifið hnet­um yfir.
  22. Fyr­ir enn meira app­el­sínu­bragð og skreyt­ingu er hægt að rífa app­el­sínu­börk yfir allt sam­an. Setjið í frysti í 1 klukku­stund eða þar til súkkulaðið hef­ur harðnað.
  23. Njótið þegar ykk­ur lang­ar í orku­bita.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert