Rauðrófur eru súperfæða fyrir líkamann

Rauðrófan er súperfæða og hægt er að njóta hennar á …
Rauðrófan er súperfæða og hægt er að njóta hennar á margbreytilegan hátt. Samsett mynd

Rauðrófa eða rauðbeða er súperfæða og nýtur mikilla vinsælda í dag. Rauðrófa er rótargrænmeti, rautt á lit og litarefni hennar er einstaklega sterkt. Rauðrófa er náskyld sykurrófu og beðju. Hún er tvíær, fyrra árið myndast rótarávöxtur en seinna árið myndast fræ, sem er áhugavert fyrirbæri.

Nú á dögum er rauðrófa er nytjaplanta sem vex hvergi villt en áður fyrr, fyrr á öldum þá var villt afbrigði strandrófu notað sem lækningajurt. Afbrigði strandrófunnar óx villt með fram ströndum í Evrópu. Villta afbrigðið myndaði samt ekki forðarót. 

Fyrsta afbrigði af rauðbeðu frá rómverskri rófu

Fyrsta afbrigðið af rauðbeðu sem líkist nútíma rauðbeðu er er afbrigði af rómverskri rófu en heimildir um hana eru til í bókinni Historia Generalis Plantarum þar sem fjallað er hana árið 1587. Rómverska afbrigðið barst til Þýskalands árið 1558 og barst þaðan endurbætt til fleiri ríkja. Í mið- og Austur-Evrópu varð rauðrófa mikilvægt grænmeti og uppistaða í súpu sum staðar og í Skandinavíu var rauðrófa notuð í síldarsalat og rauðbeðusalat

Í dag er rauðbeðusalat afar vinsælt og rauðrófan kemur víða við í matargerð og framsetningu fallegra rétt svo fátt sé nefnt. Svo er það rauðrófusafinn sem er einn vinsælasti morgunverðarsafinn hjá mörgum, sérstaklega þeim sem vilja taka svokallað detox mataræði. Rauðrófuhummus er eitt nýjasta æðið og svo er á ófáum Michelin-stjörnustöðum sem rauðrófan og rauðbeður skreyta og bragðbæta framúrstefnulega rétti sem bornir eru fram svo fátt sé nefnt.

Rauðrófusafi nýtur mikilla vinsælda í dag.
Rauðrófusafi nýtur mikilla vinsælda í dag. Unsplash/K15 Photos

Hátt sykurmagn í rauðrófum

Rauðrófur hafa fremur hátt sykurmagn, sykur er um 9 grömm á hver 100 grömm í hverri rauðrófu. Rauðrófur innihalda litarefnið betalín sem er nokkuð sterkt. Rauðbeður má borða hráar, niðursoðnar eða heilar eða ofnbakaðar, það eru óþrjótandi möguleikar þegar rauðbeður eru annars vegar, þær eru til að mynda fullkomnar í jólasalat, liturinn á salatinu verður svo fallega rauður og svo eru þær svo bragðgóðar. 

Rauðbeður og rauðrófur er hægt að nýta á listrænan og …
Rauðbeður og rauðrófur er hægt að nýta á listrænan og fallegan hátt í matargerðinni. Samsett mynd

Eiginleikar rauðrófunnar góðir fyrir líkamann

Eiginleikar rauðrófunnar eru margir góðir, má þar nefna að þær geta lækka blóðþrýstinginn, aukið úthaldið og dregið úr bólgum. Einnig eru þær góð vörn gegn krabbameinum því talið er að hinn dökkrauði litur sé vörn gegn krabbameinum sem og hin öfluga jurtanæring sem í þeim er. Rauðrófurnar innihalda mikið af næringarefnum og trefjum sem eru góð fyrir líkamann og loks er það litarefnið betalín sem stuða vel við þegar afeitra á líkamann. Það er skýringin á því hve margir fá sér rauðrófusafa þegar kemur að því nústilla líkamann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert