Mikið um dýrðir á Telebar á lokakvöldi Negroni hátíðarinnar

Þeir Teitur Riddermann, Pétur frá OTO vinningshafi fyrir óáfenga Negroninin …
Þeir Teitur Riddermann, Pétur frá OTO vinningshafi fyrir óáfenga Negroninin , Benjamín Reynir stjórnarmeðlimur Barþjónaklúbssins voru glaðbeittir í fögnuðinum. Ljósmynd/Elva Þrastardóttir

Loka­hátíð Negroni vikunn­ar, alþjóðlegu góðgerðar­vikunn­ar, var hald­in með pomp og prakt á hinum glæsi­lega Teleb­ar á nýja Ice­land Parlia­ment hót­el­inu við Aust­ur­völl þar sem ís­lensk nú­tíma­list er í há­veg­um höfð. Mikið var um dýrðir og rauði lit­ur­inn var í for­grunni þar sem Negroni kokteill­inn fékk að baða sig í sviðljós­inu.

Bestu Negroni kokteil­arn­ir vik­unn­ar kunn­gerðir

Negroni seðlarn­ir á þeim veit­inga­stöðum sem tóku þátt í Negroni hátíðinni voru mjög spenn­andi og voru ótrú­lega marg­ar skemmti­leg­ar út­færsl­ur af Negroni kynnt­ar til leiks. Barþjóna­klúbbur­inn gekk á milli bara veit­ingastaða og valdi besta Negroni kokteil­inn, besta ginið til að nota í Negroni og besta óá­fenga Negroni kokteil­inn. Úrslit­in voru kunn­gjörð á Teleb­ar við mik­inn fögnuð viðstaddra en eft­ir­tald­ir veit­ingastaðir/​bar­ir urðu hlut­skarp­ast­ir:

  • Besta gin í Negroni 2023 er Ang­elica Gin frá 64° Reykja­vík Distillery.
  • Besti óá­fengi Negroni er á OTO.
  • Besti Negroni 2023 er á Skál.

Ljóns­hjarta hlaut styrk­inn í ár

Að þessu sinni voru það sam­tök­in Ljóns­hjarta sem hlutu styrki sem safnaðist í góðgerðar­vik­unni en Ljóns­hjarta eru sam­tök til stuðnings yngra fólki sem misst hef­ur maka og börn þeirra. Það söfnuðust alls 476.036,-  í heild­ina og renn­ur öll upp­hæðin óskert til sam­tak­anna.

Klaka­vinnsl­an þakk­lát öll­um sam­starfs­fólki og vel­gjörðaraðilum

Klaka­vinnsl­an hélt utan um góðgerðarvik­una og for­svarsmaður henn­ar Fann­ar Al­ex­and­er Ara­son var afar þakk­lát­ur með alla þá aðila sem tóku þátt á einn eða ann­an hátt. „Sér­stak­ar þakk­ir til Hákons Freys Hovd­enak hjá Hovd­enak Distillery og Birg­is Má Sig­urðar­son­ar hjá Mar­berg. Fann­ar Logi Jóns­son og Sól­ey Kristjáns­dótt­ir hjá Ölgerðinni, Val­g­arður Finn­boga­son hjá Drykk­ur, Ivan Svan­ur Cor­vasce hjá Spritz og Reykja­vík Cocktails sömu­leiðis fyr­ir þeirra fram­lag. Katrínu Sól­veig Sig­mars­dótt­ir hjá Ljóns­hjart­anu fyr­ir að leyfa okk­ur að taka þátt í söfn­un fyr­ir sam­tök­in. Ástríði Krist­ínu Ómars­dótt­ur á K.E.X Hostel og Sól­veigu Jó­hönnu Jóns­dótt­ur á Parliment Hotel fyr­ir gefa okk­ur tæki­færi að halda opn­un­ar­kvöldið og loka­hátíðina hjá þeim. Teiti Ridderm­an Schiöth for­seta Barþjóna­klúbbs­ins og meðlim­um hans fyr­ir þeirra fram­lag. Magnúsi Ólafs­syni hjá Margt Smátt og öll­um hjá Herrafata Verzl­un Kor­máks og Skjald­ar síðast en ekki síst Huld Har­alds­dótt­ir fyr­ir ómet­an­legt stuðning í gegn­um allt,“ seg­ir Fann­ar Al­ex­and­er Ara­son.

Nýr bar við Aust­ur­völl

Fyr­ir áhuga­sama þá er Teleb­ar nýr bar á besta stað við Aust­ur­völl við hlið veit­ingastaðar­ins Hjá Jóni og hef­ur hlotið verðskuldaða at­hygli gesta fyr­ir um­gjörð og þjón­ustu­lund. Teleb­ar er op­inn fyr­ir gesti og gang­andi og við bjóðum upp á fal­lega, ljúf­fenga kokteila, úr­val vína og bar­seðil. Barþjón­arn­ir eru með Ham­ingju­stund alla daga og jass á fimmtu­dög­um frá 20.00 til 22.00 ásamt kokteil­stund.

Teitur Riddermann, Hrafnkell Ingi frá SKÁL vinninhafi fyrir besta Negroni, …
Teit­ur Ridder­mann, Hrafn­kell Ingi frá SKÁL vinn­in­hafi fyr­ir besta Negroni, Benja­mín Reyn­ir sæl­ir með niður­stöðuna. Ljós­mynd/​Elva Þrast­ar­dótt­ir
Anastasia frá Ölgerðinni og vinkona hennar nutu veiga kvöldsins.
An­astasia frá Ölgerðinni og vin­kona henn­ar nutu veiga kvölds­ins. Ljós­mynd/​Elva Þrast­ar­dótt­ir
Klajdo barþjónn Telebar kann listina vel að blanda að góða …
Klajdo barþjónn Teleb­ar kann list­ina vel að blanda að góða kokteila. Ljós­mynd/​Elva Þrast­ar­dótt­ir
Wiktor barþjónn Telebar tekur á móti gestum og gangandi.
Wikt­or barþjónn Teleb­ar tek­ur á móti gest­um og gang­andi. Ljós­mynd/​Elva Þrast­ar­dótt­ir
Teitur Ridderman forseti barþjónaklúbbs íslands og Elna Tómasdóttir stjórnarmeðlimur barþjónaklúbbsins …
Teit­ur Ridderm­an for­seti barþjóna­klúbbs ís­lands og Elna Tóm­as­dótt­ir stjórn­ar­meðlim­ur barþjóna­klúbbs­ins létt á lund. Ljós­mynd/​Elva Þrast­ar­dótt­ir
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir yfirkokkur hjá Berjaya Iceland Hotels og Sólveig …
Fann­ey Dóra Sig­ur­jóns­dótt­ir yfir­kokk­ur hjá Berjaya Ice­land Hotels og Sól­veig Jó­hanna Jóns­dótt­ir for­stöðumaður hjá Berjaya Ice­land Hotels. Ljós­mynd/​Elva Þrast­ar­dótt­ir
Gestir fengu að njóta Negroni í tilefni hátíðarinnar.
Gest­ir fengu að njóta Negroni í til­efni hátíðar­inn­ar. Ljós­mynd/​Elva Þrast­ar­dótt­ir
Rauði liturinn var allsráðandi á barnum.
Rauði lit­ur­inn var alls­ráðandi á barn­um. Ljós­mynd/​Elva Þrast­ar­dótt­ir
Falleg uppstilling á barnum.
Fal­leg upp­still­ing á barn­um. Ljós­mynd/​Elva Þrast­ar­dótt­ir
Telebar er einstaklega fallega hannaður bar og íslensk nútímalist prýðir …
Teleb­ar er ein­stak­lega fal­lega hannaður bar og ís­lensk nú­tíma­list prýðir vegg­ina. Ljós­mynd/​Elva Þrast­ar­dótt­ir
Kokteilarnir skreyttu barborðið.
Kokteil­arn­ir skreyttu bar­borðið. Ljós­mynd/​Elva Þrast­ar­dótt­ir
Hvert handbragð skiptir máli.
Hvert hand­bragð skipt­ir máli. Ljós­mynd/​Elva Þrast­ar­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert