Fylltar bleikar marengsskálar að hætti Sylvíu

Marengsskálar fylltar með súkkulaði ganache gerðu úr lakkríssúkkulaðið frá Omnom, …
Marengsskálar fylltar með súkkulaði ganache gerðu úr lakkríssúkkulaðið frá Omnom, með jarðarberjum og þeyttum rjóma. Ljósmynd/Sylvía Haukdal

Í til­efni þess að bleiki dag­ur­inn er fram und­an á föstu­dag­inn næst­kom­andi verða birt­ar út vik­una ein upp­skrift á dag með bleiku þema og stund­um fleiri. Þetta er hvatn­ing til les­enda til að standa fyr­ir bleiku kaffi­hlaðborði eða bleik­um kræs­ing­um föstu­dag­inn 20. októ­ber svo að all­ar konur sem greinst hafa með krabba­mein finni fyrir stuðningi lands­manna og sam­stöðu. 

Bleik­ar mar­engs­skál­ar með upp­á­halds­súkkulaðinu

Sylvía Hauk­dal sæl­keri og ann­ar eig­enda köku­búðar­inn­ar 17 Sort­ir mun standa vakt­ina ásamt teym­inu hjá 17 Sort­um og baka bleik­ar kræs­ing­ar fyr­ir bleika dag­inn fyr­ir viðskipta­vini sem verða til sölu í Hag­kaup. Hún ætl­ar líka að taka þátt í deg­in­um og baka ljúf­feng­ar fyllt­ar mar­engs­skál­ar sem smellpassa á bleikt hlaðborð hvar og hvenær sem er. Hægt að gera fullt af guðdóm­lega góðum út­færsl­um með þess­ar skál­ar

Ég ætla að fylla þær með súkkulaði ganache gerðu úr mínu upp­á­halds­súkkulaði sem er lakk­ríssúkkulaðið frá Omnom, jarðarberj­um sem koma með fersk­leikann í rétt­inn og svo auðvitað þeytt­um rjóma. Mar­engs­skál­arn­ar skreyti ég hugs­an­lega með jarðarberj­um, blá­berj­um, brúðarslöri og öðrum skemmti­leg­um blóm­um,“ seg­ir Sylvía sem finnst mik­il­vægt að sýna málstaðnum stuðning með því að taka þátt í bleika deg­in­um. 

Fylltar bleikar marengsskálar að hætti Sylvíu

Vista Prenta

Fyllt­ar mar­engs­skál­ar að hætti Sylvíu

Mar­engs­skál­ar

  • 150 g eggja­hvít­ur, við stofu­hita
  • 300 g syk­ur
  • Bleik­ur mat­ar­lit­ur eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 180°C.
  2. Dreifið úr sykr­in­um á bök­un­ar­papp­ír og setjið á ofn­plötu.
  3. Syk­ur­inn fer inn í ofn í 8-10 mín­út­ur eða þar til syk­ur­inn byrj­ar aðeins að bráðna á könt­un­um.
  4. Þegar um það bil mín­úta er eft­ir af sykr­in­um í ofn­in­um byrj­um við að þeyta eggja­hvít­urn­ar í hræri­vél.
  5. Næst bætið þið við heit­um sykr­in­um 1-2 mat­skeið í einu út í eggja­hvít­urn­ar meðan hrærivélin þeytir blönd­una.
  6. Þegar all­ur syk­ur­inn er kom­inn út í fer mat­ar­lit­ur í blönd­una ef þið viljið hafa skál­arn­ar í bleik­um lit.
  7. Sprautið síðan mar­engsn­um á bök­un­ar­papp­ír og formið eins og skál­ar, ég notaði stút nr. 2D. Byrj á því að sprauta rós og farið svo 2-3 um­ferðir með fram könt­un­um ofan á rós­inni.
  8. Setjið síðan skál­arn­ar inn í ofn 95°C heit­an ofn í um það bil 1 klukku­stund og 15 mínútur.
  9. Takið út og látið kólna.

Súkkulaði ganache

  • 90 g Omnom lakk­ríssúkkulaði
  • 45 g rjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að saxa súkkulaðið.
  2. Setjið svo við rjómann í pott og hitið upp að suðu.
  3. Hellið næst rjóm­an­um yfir súkkulaðið, leyfið að bíða í 2-3 mín­út­ur og hrærið svo vel sam­an.
  4. Leyfið blönd­unni að kólna og þykkna.

Fyll­ing

  • 250 ml rjómi, þeytt­ur
  • 10 stk. jarðarber 

Aðferð og samsetn­ing

  1. Setjið fyrst 1-2 teskeiðar af súkkulaði ganache í skál­arn­ar.
  2. Sker síðan jarðarber í litla bita og setj ofan á.
  3. Þeytið síðan rjómann og spraut ofan á eins og ykk­ur finnst fal­leg­ast.
  4. Að lok­um skreytið þið skál­arn­ar eft­ir smekk. Ég notaði blá­ber, jarðarber og fersk blóm.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert