Hönnuðirnir galdra fram bleikar marengsdúllur

Bleiku marengs krúsídúllurnar sóma sér vel á bleiku veisluborði og …
Bleiku marengs krúsídúllurnar sóma sér vel á bleiku veisluborði og fanga augu og munn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bleiki dagurinn er í dag og margir brjóta upp á hversdagsleikann af því tilefni og bjóða upp á bleikar sælkerakræsingar sem gleðja bæði hjarta og sál á þessum degi.

Unnur Eir Björnsdóttir gullsmiður hjá Meba og Lovísa Halldórsdóttir hjá bylovisa eru hönnuðir Bleiku slaufunnar í ár. Bleika slaufan í ár er sögð sú bleikasta og það var einmitt sem þær stöllur vildu. 

„Við byrjuðum á því að vinna með bleika litinn, sterkan bleikan lit. Bleika slaufan í ár er innblásin af samstöðu og minnir okkur á að þótt við séum ólík þá stöndum við saman þegar erfiðleikar steðja að. Steinarnir í slaufunni eru ólíkir að forminu til og tákna þannig margbreytileika okkar. Við erum öll ólík, en þegar erfiðleikar steðja að komum við saman og myndum eina heild. Steinarnir í slaufunni tákna þannig margbreytileika okkar og þéttan stuðning samfélagsins,“ segir Unnur.

Unnur Eir Björnsdóttir gullsmiður hjá Meba og Lovísa Halldórsdóttir hjá …
Unnur Eir Björnsdóttir gullsmiður hjá Meba og Lovísa Halldórsdóttir hjá bylovisa eru hönnuðir Bleiku slaufunnar í ár og munu galdra fram bleikar marengsdúllur í tilefni bleika dagsins í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þær ætla líka að halda upp á bleika daginn og munu bjóða upp á bleikar marengsdúllur.

„Við tökum að sjálfsögðu þátt í bleika deginum á hverju ári sem og fjölskylda okkar. Við klæðum okkur alltaf í eitthvað bleikt, reynum að vera eins bleikar og við getum. Það er líka svo yndislegt að sjá samstöðuna í samfélaginu varðandi bleika daginn, það kemur póstur frá leikskólanum og skólanum sem minnir á bleika daginn. Allt samfélagið fer í bleikan búning og við ætlum að bjóða upp á bleikar marengsdúllur í tilefni dagsins,“ segir Lovísa.

Marengs og kampavín passa ákaflega vel saman og fallegt að …
Marengs og kampavín passa ákaflega vel saman og fallegt að vera með bleikt vín í glasi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljósbleikar og bleikar marengsdúllur

  • 4 dl sykur
  • 4 eggjahvítur
  • Rauður matarlitur eftir smekk
  • 300 ml þeyttur rjómi
  • After Eight súkkulaði eftir smekk, saxað
  • Jarðarber til skrauts
  • Bleik blóm til skrauts ef vill.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 110°C hita.
  2. Þeytið eggjahvítur og sykur þar til stífþeytt og topparnir halda sér vel.
  3. Bætið síðan við út í rauðum matarlit varlega með sleif.
  4. Fyrst í um það bil helming fyrir ljósbleiku og bættum svo út í til að fá dekkri lit líka.
  5. Setjið í stóran sprautupoka með skrautstút eftir smekk eða klippið gat á sterkan poka og sprautið litla toppa á bökunarplötu (um það bil 4-5 cm í þvermál).
  6. Setjið inn í ofn og bakið í 50 mínútur og kælið.
  7. Þeytið rjómann með söxuðu After Eight ásamt smá matarlit til að fá bleikan lit á rjómann. Sprautið síðan ofan á marengsdúllurnar og skreytið með jarðarberjum eftir smekk.
  8. Berið fram á fallegum kökudiskum og skreytið með bleikum blómum ef vill.
Girnilega þessa marengsdúllur.
Girnilega þessa marengsdúllur. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka