Múmíu-pitsa í Hrekkjavökugleðina

Þessi er hræðilega góð og fullkomin í Hrekkjavökugleðina ógurlegu.
Þessi er hræðilega góð og fullkomin í Hrekkjavökugleðina ógurlegu. Samsett mynd

Nú stytt­ist óðum í Hrekkja­vök­una ógur­legu en hún er þriðju­dag­inn 31. októ­ber næst­kom­andi. Marg­ir munu taka for­skot á sæl­una og halda Hrekkja­vökupartí um helg­ina. Næstu daga munu birt­ast ógur­leg­ar upp­skrift­ir að hrekkja­vökukræs­ing­um sem all­ir geta gert.

Fyrsta upp­skrift­in er þessi drauga­lega pitsu-múmía sem er ótrú­lega ein­falt að gera. Helga Magga heil­su­markþjálfi á heiður­inn af þess­ari múmíu og hrá­efna­list­inn er stutt­ur og laggóður. Múmí­an er hræðilega góð. Þið getið búið til ykk­ar eig­in múmíu-pitsu með því sem ykk­ur þykir best en svona ger­ir Helga Magga sína upp­á­halds. Svo er gott að setja smá pitsusósu í skál og dýfa pitsu­bit­um í af vild. 

Múmíu-pitsa í Hrekkjavökugleðina

Vista Prenta

Múmíu-pitsa

  • 1 stk. pitsa­deig að eig­in vali
  • Pitsusósa að eig­in vali, magn eft­ir smekk
  • 1 pk. rif­inn ost­ur
  • 1 pk. pepp­eroní, skorið í litl­ar sneiðar
  • Fersk basilíka eft­ir smekk, söxuð
  • 1 græn ólífa, sneidd fyr­ir augu á múmíu
  • 2 stk. pepp­eroní fyr­ir augu á múmíu

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C hita.
  2. Byrjið á því að dreifa úr pitsa­deig­inu, líkt og Helga Magga ger­ir í mynd­band­inu.
  3. Skerið í striml­ana eins og Helga Magga sýn­ir í mynd­band­inu.
  4. Dreifið pitsasósu á óskorna hlut­ann.
  5. Næst dreifið þið rifna ost­in­um yfir pitsasós­una.
  6. Setjið síðan pepp­eroní ofan á ost­inn eins og þið viljið hafa það.
  7. Að lok­um dreifið þið saxaðri basilíku yfir.
  8. Fléttið síðan striml­un­um yfir góðgætið líkt og Helga Magga ger­ir.
  9. Búið til augu með pepp­eroní og ólífusneiðum eft­ir smekk líkt sést í mynd­band­inu.
  10. Setjið á ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír .
  11. Setjið inn í ofn og bakið í um það bil 12 til 15 mín­út­ur.
  12. Berið fram á viðarbretti með pitsusósu í skál og skreytið með basilíku að vild.


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert