Múmíu-pitsa í Hrekkjavökugleðina

Þessi er hræðilega góð og fullkomin í Hrekkjavökugleðina ógurlegu.
Þessi er hræðilega góð og fullkomin í Hrekkjavökugleðina ógurlegu. Samsett mynd

Nú styttist óðum í Hrekkjavökuna ógurlegu en hún er þriðjudaginn 31. október næstkomandi. Margir munu taka forskot á sæluna og halda Hrekkjavökupartí um helgina. Næstu daga munu birtast ógurlegar uppskriftir að hrekkjavökukræsingum sem allir geta gert.

Fyrsta uppskriftin er þessi draugalega pitsu-múmía sem er ótrúlega einfalt að gera. Helga Magga heilsumarkþjálfi á heiðurinn af þessari múmíu og hráefnalistinn er stuttur og laggóður. Múmían er hræðilega góð. Þið getið búið til ykkar eigin múmíu-pitsu með því sem ykkur þykir best en svona gerir Helga Magga sína uppáhalds. Svo er gott að setja smá pitsusósu í skál og dýfa pitsubitum í af vild. 

Múmíu-pitsa

  • 1 stk. pitsadeig að eigin vali
  • Pitsusósa að eigin vali, magn eftir smekk
  • 1 pk. rifinn ostur
  • 1 pk. pepperoní, skorið í litlar sneiðar
  • Fersk basilíka eftir smekk, söxuð
  • 1 græn ólífa, sneidd fyrir augu á múmíu
  • 2 stk. pepperoní fyrir augu á múmíu

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C hita.
  2. Byrjið á því að dreifa úr pitsadeiginu, líkt og Helga Magga gerir í myndbandinu.
  3. Skerið í strimlana eins og Helga Magga sýnir í myndbandinu.
  4. Dreifið pitsasósu á óskorna hlutann.
  5. Næst dreifið þið rifna ostinum yfir pitsasósuna.
  6. Setjið síðan pepperoní ofan á ostinn eins og þið viljið hafa það.
  7. Að lokum dreifið þið saxaðri basilíku yfir.
  8. Fléttið síðan strimlunum yfir góðgætið líkt og Helga Magga gerir.
  9. Búið til augu með pepperoní og ólífusneiðum eftir smekk líkt sést í myndbandinu.
  10. Setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír .
  11. Setjið inn í ofn og bakið í um það bil 12 til 15 mínútur.
  12. Berið fram á viðarbretti með pitsusósu í skál og skreytið með basilíku að vild.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka