Krúttlegir marensdraugar í hrekkjavökupartíið

Krúttlegir marensdraugar sem eru fullkomnir í hrekkjavökupartíið.
Krúttlegir marensdraugar sem eru fullkomnir í hrekkjavökupartíið. Samsett mynd

Þessir litlu krúttlegu marensdraugar er fullkomnir fyrir Hrekkjavökuna sem er fram undan þriðjudaginn 31. október næstkomandi. Það má alveg taka forskot á sæluna og byrja að prófa sig áfram með alls konar hrekkjavökukræsingar. Að baka þessa marensdrauga og mála er líka skemmtilegt samvinnuverkefni fyrir fjölskylduna í eldhúsinu um helgina. Heiðurinn af þessari uppskrift á Sylvía Haukdal ástríðubakari hjá 17 Sortum og hún sýnir galdurinn við baksturinn og skreytingarnar á Instagram-síðu sinni. 

Krúttlegir marensdraugar

  • 400 g sykur
  • 200 g eggjahvítur
  • Saltstangir
  • Matarlitur 

Aðferð:

  1. Setj sykurinn á bökunarpappír og hit við 190°C hita í 7-9 mínútur.
  2. Þeyt eggjahvítur og hell heitum sykrinum saman við, smá í einu.
  3. Þegar sykurinn hefur leysts upp og blandan er orðin stíf spraut þá drauga eða aðrar furðuverur á bökunarpappír eða sílikonmottu.
  4. Bakið við 100°C hita í 1 klukkustund og 20 mínútur.
  5. Látið kólna.
  6. Málið síðan með svörtum matarlit augu og munn á marensdraugana, líkt og sýnt er í myndbandinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert