Súper einfaldar skrímslakökur

Frumlegar og skemmtilegar skrímslakökur sem er súper einfalt að gera.
Frumlegar og skemmtilegar skrímslakökur sem er súper einfalt að gera. Samsett mynd

Skrímslakökurnar hennar Sylvíu Haukdal ástríðubakara hjá 17 Sortum eru súper einfaldar fyr­ir hrekkjavökupartíið. Svo má líka njóta baka þessar skrímslakökur með krökkunum og leyfa þeim að njóta sín í eldhúsinu. Sylvía er sniðugri en flestir og hún sýn­ir gald­ur­inn við bakst­ur­inn og skreyt­ing­arn­ar á Instagram-síðu sinni sem allir geta farið eftir. 

Skrímslakökur

  • 1 pakki Kökumix (vanillu fyrir skæra liti, súkkulaði fyrir dökkar)
  • 2 stk. egg
  • 110 ml brætt smjör
  • 1 tsk. vanilludropar
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. engifer (í vanillumixið)
  • 1 tsk. kanill (í vanillumixið)
  • Matarlitur
  • Kökuskraut, nammi augu

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C hita.
  2. Blandið hráefnunum saman eftir leiðbeiningum í myndbandi hér fyrir neðan.
  3. Bætið við kryddum og matarlit eftir hvaða liti þið eruð að gera að hverju sinni.
  4. Þurfið ekki að gera alla litina frekar en þið viljið.
  5. Setjið deigið í sprautupoka með stút að eigin vali.
  6. Setjið bökunarpappír á ofnplötu.
  7. Sprautið deigi fyrir eina köku í einu á bökunarpappírinn.
  8. Setjið inn í ofn þegar búið er að fylla plötuna.
  9. Bakið við 180°C hita í 6-8 mínútur.
  10. Augun þarf að setja á kökurnar um leið og þær koma úr ofninum.
  11. Berið fram á hræðilegan hátt í anda hrekkjavökunnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka