Lúxusvínlestin í Napa Valley-dalnum

Napa Valley vínlestin býður upp á ævintýralega ferð og stoppar …
Napa Valley vínlestin býður upp á ævintýralega ferð og stoppar á frægum víngerðum á leiðinni. Samsett mynd

Napa Valley-dal­ur­inn í Kali­forn­íu er þekkt­ur fyr­ir vín­fram­leiðslu sína, sem er í svipuðum gæðaflokki og frönsk og ít­ölsk vín.

Víns­mökk­un­ar­ferðir í Napa Valley í Kali­forn­íu eru eft­ir­sótt­ar ferðir til að heim­sækja vín­hús­in og vín­bænd­ur. Napa Valley-vín­lest­in býður upp á æv­in­týra­lega ferð og stopp­ar á fræg­um vín­gerðum á leiðinni. Lest­in er ekki bara lest. Þú upp­lif­ir lúx­us „vinta­ge“ um­hverfi, gróður­sælt og fal­legt lands­lag. Að auki er boðið upp á guðdóm­lega fjög­urra rétta máltíð.

Jafn­framt stopp­ar lest­in í aðlaðandi og fal­leg­um bæ sem til­heyr­ir daln­um og heit­ir St. Helena sem er þekkt­ur fyr­ir glæsi­leg­ar versl­an­ir, vín­gerðar­hús og lúxus­lífs­stíl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert