Sjáðu Helgu Möggu gera hrekkjavöku chilli

Helga Magga fer á kostum í eldhúsinu þegar hún galdrar …
Helga Magga fer á kostum í eldhúsinu þegar hún galdrar fram hrekkjavöku chilli rétt í paprikum í hrekkjavökubúningi. Samsett mynd

Chilli con carne í hrekkjavöku búningi, er snilldarréttur sem Helga Magga heilsumarkþjálfari og uppskriftahöfundur galdraði fram á dögunum. Paprikur eru þar í aðalhlutverki og taka sig vel út í hrekkjavökugervinu. Þetta er einfaldur og fljótlegur réttur sem gaman er að bera fram og tilvalið að elda á morgun, hrekkjavökudaginn.

Mér finnst oft þægilegt að byrja snemma að græja þennan rétt og leyfa honum að malla en það þarf ekki,“ segir Helga Magga.

Sjá má Helgu Möggu töfra fram hrekkjavöku chilliréttinn á litríkan og skemmtilegan hátt í myndbandinu á Instagrami hennar hér fyrir neðan. 

Hrekkjavöku chilli

  • 1 msk. olía
  • 1 laukur 120 g
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • 500 g nautahakk
  • 400 g niðursoðnir tómatar
  • 170 g tómat púrra
  • 20 g fljótandi nautakraftur
  • 100 g vatn
  • 1 dós nýrnabaunir, vatninu hellt af 240 g
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. pipar
  • 1 tsk.cumin
  • 1 tsk. chillí, eða eftir smekk
  • 5 - 7 paprikur og smá rifinn ostur

Aðferð:

  1. Þennan rétt þarf annað hvort að gera á stórri pönnu, pönnu með háum brúnum eða í potti.
  2. Byrjaðu á því að steikja hvítlaukinn og laukinn upp úr olíunni, svo setur þú nautahakkið út á pönnuna og steikir það í gegn og kryddar.
  3. Þú bætir svo restinni af innihaldsefnunum út á pönnuna og lætur þetta malla við vægan hita í um 20 mínútur eða lengur.
  4. Andlit skorin út í paprikurnar og svo fylltar með hakkblöndunni og ostur settur ofan á. Rétturinn dugar í um 6-7 paprikur eftir stærð.
  5. Paprikurnar eru svo hitaðar í ofni í um 15 - 20 mínútur eða þar til þær mýkjast og osturinn hefur bráðnað.
  6. Berið fram og njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka