Frumlegt djúsí nauta tacos með ananas

Djúsí nauta tacos með ananans borið fram í taco bátum.
Djúsí nauta tacos með ananans borið fram í taco bátum. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Sagði ekki ein­hver „taco Tu­es­day“? Skap­ast hef­ur sú hefð hjá mörg­um að fá sér taco á þriðju­dög­um en þá má líka borða taco alla daga. Hér er kem­ur skemmti­leg og frum­leg sam­setn­ing á djúsí nauta tacos með an­an­as úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar. Frum­legt að setja an­an­as með nauta­kjöt og mun ör­ugg­lega kitla bragðlauk­ana. Svo er líka svo skemmti­legt að bera rétt­inn fram í svo­kölluðum taco bát­um. Ný­stár­legt og skemmti­legt.

Frumlegt djúsí nauta tacos með ananas

Vista Prenta

Djúsí nauta tacos með an­an­as

Fyr­ir 5-7

Pul­led beef

  • 1 kg nauta inn­læri (sneiðar)
  • 1 lauk­ur
  • 4 hvít­lauksrif
  • 2 tóm­at­ar
  • 700 ml nauta­soð
  • 200 ml app­el­sínusafi
  • 2 tsk. reykt paprika
  • 1 tsk. cum­in
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. pip­ar
  • ½ tsk. cheyenne pip­ar
  • 2 msk. púður­syk­ur
  • Ólífu­olía til steik­ing­ar 

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Brúnið kjötið á báðum hliðum í ólífu­olíu og kryddið með salti og pip­ar og leggið síðan á disk.
  3. Skerið græn­metið gróft niður og steikið upp úr olíu á sömu pönnu/​potti og þið steiktuð kjötið. Bætið öll­um krydd­um sam­an við og leyfið laukn­um aðeins að mýkj­ast.
  4. Hellið næst soði og app­el­sínusafa sam­an við ásamt sykr­in­um, náið upp suðunni og slökkvið síðan und­ir.
  5. Bætið kjöt­inu aft­ur sam­an við, setjið lokið á pott­inn/​færið yfir í eld­ast mót með álp­app­ír og inn í ofn í 2 klukku­stund­ir.
  6. Takið kjötsneiðarn­ar þá upp úr pott­in­um og maukið græn­metið með töfra­sprota. Náið suðunni upp að nýju og leyfið vökv­an­um að sjóða aðeins niður og þykkna.
  7. Tætið nú kjötið niður með göffl­um og gætið í sós­una og blandið vel sam­an.
  8. Setjið í taco báta og toppið með an­an­as og öðru græn­meti (sjá hér að neðan).

Annað hrá­efni

  • Old El Paso taco bát­ar (gott að miða við 2-3 stk. á mann)
  • 1 stór dós Dole an­an­ashring­ir (432 g)
  • 1-2 avóka­dó
  • 1 mangó
  • ½ rauðlauk­ur
  • ½ rauð paprika
  • Kál
  • Kórí­and­er
  • Hell­mann‘s maj­ónes eða maj­ónes eft­ir smekk

Aðferð:

  • Skerið græn­meti og ávexti niður og hitið taco bát­ana.
  • Raðið í bát­inn ykk­ar eft­ir eig­in höfði með vel af „pul­led beef“ og sprautið maj­ónesi yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert