Syndsamlegt að horfa á þessa ostadýrð

Syndsamlegt að horfa á þessa dýrð, sjáið „raclette“ ostinn renna …
Syndsamlegt að horfa á þessa dýrð, sjáið „raclette“ ostinn renna ljúft niður. Samsett mynd

Þessi skemmti­legi röstí veit­ingastaður, The Jo­int í London, býður upp á synd­sam­lega góðan mat, sem flokk­ast ekki und­ir fína mat­ar­gerð held­ur frjáls­ar aðferðir eins og sum­ir myndu kalla það. Sós­an má vera út um allt , leka niður á subbu­leg­an hátt og stemn­ing­in er aðal­atriðið. Mikið er lagt upp úr því að mat­ar gest­ir hafi gam­an og geti komið með vin­um sín­um og helgið dátt.

Þessi ómót­stæðilegi rétt­ur er meðal þess sem boðið er upp á, fransk­ar með brædd­um „raclette“ osti af bestu gerð. Þessi tvenna get­ur ekki klikkað og bragðlauk­arn­ir fara á flug þegar franska kart­afl­an með brædd­um sæl­kera­ost­in­um fer upp í munn. Himna­sæla að njóta. Það vel hægt að mæla með stoppi á þess­um veit­ingastað í næst þegar þið farið til London.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert