Humar- og chorizopitsa sem rífur í

Ómótstæðilega girnileg pitsa sem rífur í og gleður alla matgæðinga.
Ómótstæðilega girnileg pitsa sem rífur í og gleður alla matgæðinga. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Það er föstu­dag­ur og þá er pitsa­kvöld á mörg­um heim­il­um. Ef þú ert í stuði fyr­ir ör­lítið öðru­vísi pitsu þá er þessi hér, sem kem­ur úr smiðju Snorra Guðmunds­son mat­gæðings, klár­lega málið. 

Humar­inn og reykt chorizo-bragðið par­ast svaka­lega vel á móti sæt­unni í an­anasn­um, passið bara að velja góðan an­an­as, og hit­an­um frá sterka majónes­inu og chili­f­lög­un­um. 

Þessi ríf­ur svo sann­ar­lega í og pitsa­kvöldið verður al­veg frá­bært. Hægt er að fylgj­ast með því sem Snorri er að elda á heimasíðu hans Mat­ur og mynd­ir.

Humar- og chorizopitsa sem rífur í

Vista Prenta

Sterk hum­ar- og chorizopitsa

  • 1 pitsa­botn að eig­in vali (400 g) eða upp­á­halds pitsa­deigs-upp­skrift­in hans Snorra hér
  • 100 g skelflett­ur hum­ar
  • 60 sterkt chorizo
  • 150 g mozzar­ella­ost­ur
  • 1 hvít­lauksrif
  • 150 ml pitsasósa að eig­in vali, Snorra finnst Mutti best
  • 6 g basilíka eða meira, fer eft­ir smekk
  • 50 g an­an­asbit­ar ef vill
  • 50 g jap­anskt maj­ónes
  • 10 ml srirachasósa
  • 5 ml chili­f­lög­ur
  • Smjör eft­ir smekk
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Takið pitsa­botn­inn úr kæli að minnsta kosti 1 klukku­stund áður en elda á pitsuna.
  2. Setjið pitsa­stein í neðstu grind í ofni og stillið á hæsta hita, 300°C helst.
  3. Látið stein­inn hitna á meðan unnið er í öðru.
  4. Hrærið srirachasósu sam­an við jap­anskt maj­ónes.
  5. Þerrið humar­inn og hreinsið dökku rönd­ina sem ligg­ur endi­langt yfir humar­inn úr ef þarf.
  6. Hitið smá olíu á pönnu við háan hita.
  7. Bætið humar­höl­um út á pönn­una, pressið hvít­lauk og setjið á pönn­una ásamt smjörklípu. Steikið humar­inn í um 2 mín­út­ur eða þar til hann er fulleldaður.
  8. Saltið smá ef vill.
  9. Notið hend­urn­ar til þess að fletja pitsa­botn­inn út í um 15“ hring og leggið svo á bök­un­ar­papp­ír.
  10. Best er að vinna út frá miðju deigs­ins í átt að kant­in­um og reyna að hlífa um 1,5 cm af kant­in­um við sem mestu hnjaski, en þannig er gasinu ýtt út í kant­inn sem verður til þess að hann lyft­ist mun bet­ur.
  11. Skerið chorizo í fernt.
  12. Smyrjið pitsasósu yfir botn­inn og dreifið mozzar­ella­osti svo yfir.
  13. Raðið humri, chorizo, an­an­as og chili­f­lög­um á pitsuna.
  14. Færið pitsuna á pitsa­stein­inn og bakið þar til pits­an er fal­lega gyllt og ljúf­feng.
  15. Saxið basilíku og stráið yfir pitsuna ásamt sterku maj­ónesi þegar hún kem­ur úr ofn­in­um.
  16. Njótið við kerta­ljós og huggu­leg­heit.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert