Dreymir um Y stólana eftir Hans J. Wegner

Andrea Magnúsdóttir er fagurkeri og leggur mikið upp úr því …
Andrea Magnúsdóttir er fagurkeri og leggur mikið upp úr því að hafa fallegt kringum sig. Eldhúsið hennar er stílhreint og fágað. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Andrea Magnús­dótt­ir er fag­ur­keri og legg­ur mikið upp úr því að hafa fal­legt kring­um sig. Andrea er mörg­um hæfi­leik­um gædd en hún er fata­hönnuður og eig­andi versl­un­ar­inn­ar AndreA í Hafnar­f­irði. Þeir sem þekkja Andr­eu sjá list­ræna hæfi­leika henn­ar skína í gegn og fágað yf­ir­bragð í öllu sem hún tek­ur sér fyr­ir hend­ur.

Eldhúsið hjá Andreu er einstaklega fallegt, stílhreint og tímalaust og …
Eld­húsið hjá Andr­eu er ein­stak­lega fal­legt, stíl­hreint og tíma­laust og Andrea er afar sátt við það. Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir

Skemmti­leg­ast að leggja á borð og bera fal­leg fram

Eld­húsið er henn­ar er eitt af henn­ar upp­á­halds­stöðum á heim­ili henn­ar og þegar kem­ur að borðhaldi er metnaður­inn í fyr­ir­rúmi.

Ég legg mikið upp úr því að hafa fal­legt í kring­um mig og finnst eig­in­lega skemmti­leg­ast að leggja á borð og bera fal­lega fram. Ég hef safnað í mat­ar­stell­inu mínu í 15 ár og ég elska að safna því, eign­ast einn og einn hlut í einu og njóta hans. Ég mundi aldrei vilja kaupa allt stellið í einni ferð. Ég er að safna Royal Copen­hagen og blanda ein­litu hvítu og blue mega sam­an. Stellið er tíma­laust og  fal­legt. Á hverju ári koma skemmti­leg­ar nýjung­ar svo það er alltaf hægt að bæta nýj­um hlut­um við á óskalist­ann,“ seg­ir Andrea. 

Hvað finnst þér ómiss­andi að eiga í eld­hús­inu?

Ætli ég noti ekki kaffi­boll­ana mína oft­ast og mest. 

Áttu þér upp­á­halds­gla­salínu? 

 ,ég elska Ultima thule glös­in frá Iittala, þau eru ekki bara fal­leg, það er líka ein­stak­lega gott að drekka úr þeim. 

Uppáhalds glasalína Andreu er Ultima thule glösin frá Iittala.
Upp­á­halds gla­salína Andr­eu er Ultima thule glös­in frá Iittala. Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir

Hvað finnst þér vera heit­asta vetr­artrendið í eld­húsið núna?

Mér finnst ótrú­lega fal­legt að vera stund­um með dúka, það breyt­ir stemm­ing­unni í eld­hús­inu og það er frá­bært að geta breytt aðeins til með dúk í mis­mun­andi lit­um og lít­illi fyr­ir­höfn.

Hvaða lit­ur er heit­ast­ur í vet­ur?

Ég er öll í off white og beige, stíl­hreint og fal­legt

Upp­á­halds­mat­ar­stellið Royal Copen­hagen

Upp­á­halds­mat­ar­stellið þitt?

Royal Copen­hagen.“ 

Uppáhaldsmatarstellið hennar Andreu er Royal Copenhagen en hún er að …
Upp­á­halds­mat­ar­stellið henn­ar Andr­eu er Royal Copen­hagen en hún er að safna í það og bæt­ir reglu­lega við það. Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir

Upp­á­halds­hnífa­settið?

Ég er ný­byrjuð að safna Georg Jen­sen, Berna­dotte en mér þykir það passa svo vel við Royal Eins finnst mér líka gam­an að í Berna­dotte lín­unni er hægt að fá allskon­ar fylgi­hluti, kökudiska, könn­ur, salt og pip­ar stauka og ým­is­legt annað. 

Plast- eða viðarbretti?

Viðar, þau eru svo fal­leg.

Áttu þér þinn upp­á­haldskaffi­bolla?

, ég elska kaffi, minn upp­á­halds­bolli er  sterk­ur cappucc­ino með vel flóaðri mjólk. 

Eld­húsið mitt er stíl­hreint, al­veg eins og ég vil hafa það

Breyt­ir þú eld­hús­inu eft­ir árstíðum, hvað varðar liti og annað slíkt?

Eld­húsið mitt er mjög stíl­hreint al­veg eins og ég vil hafa það. Ég breyti aðallega til með með dúk­um, blóm­um og kerta­ljósi á vet­urna.

Aukahlutirnir skipta ekki síður máli og setja punktinn yfir i-ið …
Auka­hlut­irn­ir skipta ekki síður máli og setja punkt­inn yfir i-ið sem fylgja stell­inu henn­ar Andr­eu eins og þessi fal­legi vasi. Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir

Upp­á­haldsstaður­inn í eld­hús­inu?

Við eld­hús­borðið klár­lega, ég er með stóra glugga og elska að sitja við eld­hús­borðið og horfa út þó ég sjái bara tré og fugla þá finnst mér akkúrat það svo fal­legt og ró­andi ég tala nú ekki um þegar það fer að snjóa líka og allt verður hvítt.

Áttu þér drauma elda­vél? Viltu gas~ eða span­hellu­borð?

Ég er spam kona og já ég væri mikið til í að eiga elda­vél­ina frá Miele sem er með vift­una niður­fellna á miðju hellu­borðinu.

Ertu með kerti í eld­hús­inu?

, alltaf yfir vetr­ar­tím­ann. 

Finnst þér skipta málið að leggja fal­lega á borð?

Það skipt­ir öllu, mat­ur­inn verður betri og girni­legri þegar hann er bor­inn fal­lega fram.  Mér finnst það eig­in­lega skemmti­leg­asti part­ur­inn af mat­ar­boðum, að leggja á borð, það er hægt að gera það á svo marga mis­mun­andi vegu og það set­ur pínu tón­inn og stemning­una fyr­ir kvöldið. 

Andreu finnst skemmtilegast að leggja á borð og bera fallega …
Andr­eu finnst skemmti­leg­ast að leggja á borð og bera fal­lega fram. Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Fegurð í öllu sem Andrea leggur á borð.
Feg­urð í öllu sem Andrea legg­ur á borð. Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir

Dreym­ir um Y stól­ana sem fást í Epal

Hvað dreym­ir þig um að eign­ast í eld­húsið? 

Ég er nokkuð sátt og held í al­vöru að mig vanti ekki neitt en væri þó til í  eld­fast mót frá Royal Copen­hagen Og jú, ég er að leita af nýju borðstofu­borði, hef enn ekki fundið það rétta og svo dreym­ir mig um Y stól­ana eft­ir Hans J. Wegner sem fást í Epal.

Andreu dreymir um eða eignast Y stólana eftir Hans J. …
Andr­eu dreym­ir um eða eign­ast Y stól­ana eft­ir Hans J. Wegner sem fást í Epal.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert