Svona er best að geyma grænmeti

Kristín Linda Sveinsdóttir er mikil áhugamanneskja um íslenskt grænmeti og …
Kristín Linda Sveinsdóttir er mikil áhugamanneskja um íslenskt grænmeti og gefur lesendum hér góð ráð hvernig best er að geyma grænmeti og sporna gegn matarsóun. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þegar kem­ur að því að geyma græn­meti og tryggja gæðin haldi sér virðist vera svo að marg­ir viti ekki al­veg hvaða geymsluaðferð sé best. Það virðist vera svo að marg­ir séu ekki að geyma græn­metið á rétt­um stað eða við rétt­an hita. 

Krist­ín Linda Sveins­dótt­ir markaðsstjóri Sölu­fé­lags garðyrkju­manna er mik­il áhuga­mann­eskja um ís­lenskt græn­meti og þekk­ir vel hvernig best er að geyma græn­meti. Ég heim­sótti Krist­ínu á dög­un­um og spurði hana spjör­un­um úr hvernig best væri að geyma græn­metið og hvernig við get­um spornað gegn mat­ar­sóun. Það er ekk­ert leiðin­legra en að þurfa farga góðu græn­meti. 

Umbúðirn­ar skipta lyk­il­máli

Hvernig er best að geyma græn­metið yfir höfuð til að halda fersk­leik­an­um og gæðunum við?

„Á öll­um miðum okk­ar sem eru á umbúðunum tök­um við fram kjör­hita­stig hvers græn­met­is sem á í hlut. Ef farið er eft­ir því þá eru mun meiri lík­ur á að græn­metið geym­ist leng­ur,“ seg­ir Krist­ín. 

Skipt­ir máli í hvernig umbúðum græn­metið er?

„Já það skipt­ir máli. Umbúðirn­ar þurfa að verja græn­metið fyr­ir hnjaski sem dæmi og einnig sjá til þess að það missi ekki vökva því ef það ger­ist þá rýrn­ar græn­metið fljótt og verður lint. Umbúðir skipta miklu máli þegar kem­ur að full­nýt­ingu upp­skeru og til að koma í veg fyr­ir mat­ar­sóun. Við pöss­um við líka vel upp á upp­runa­merk­ing­ar að neyt­and­inn sjá vel að um ís­lenskt græn­meti sé að ræða og frá hvaða bónda var­an kem­ur til að tryggja rekj­an­leika. Þetta má allt lesa á umbúðunum.“

Blómkál og spergilkál eru viðkvæmar tegundir og ef þeim er …
Blóm­kál og spergilkál eru viðkvæm­ar teg­und­ir og ef þeim er ekki pakkað inn í rétt­ar umbúðir þá rýrn­ar það fljótt. Ljós­mynd/​Krist­ín Linda Sveins­dótt­ir

Líf­tími græn­met­is mis­mun­andi

Skipt­ir máli eft­ir teg­und­um hvernig græn­metið geym­ist best? Og ef svo er hver er mun­ur­inn eft­ir teg­und­um?

„Líf­tími milli græn­metis­teg­unda get­ur verið mjög mis­mun­andi. Blóm­kál og spergilkál eru viðkvæm­ar teg­und­ir og ef þeim er ekki pakkað inn í rétt­ar umbúðir þá rýrn­ar það fljótt. Það er sem dæmi ekki sami eig­in­leiki í mat­vælafilmu sem sett er utan um spergilkál eða blóm­kál. Þar sem upp­guf­un frá þess­um teg­und­um er ekki sú sama. Þarna geta nokkr­ir dag­ar til eða frá skipt gríðarlega miklu máli til að koma í veg fyr­ir mat­ar­sóun.“

Hvað hef­ur græn­meti yfir höfuð lang­an líf­tíma?

„Líf­tím­inn get­ur verið mjög mis­mun­andi eft­ir teg­und­um og við hvaða aðstæður það er og hef­ur verið geymt við. Potta­sal­at get­ur enst tölu­vert lengi ef passað er að halda raka í mold­inni, þá get­ur það enst í nokkr­ar vik­ur inni í ís­skáp.  Líf­tími gúrkna og paprika get­ur einnig enst í allt að  2 vik­ur jafn­vel leng­ur ef passað er að þær verði ekki fyr­ir vökv­atapi og hita­sveifl­um. Gúrka er 96% vatn og paprika 91% vatn. Flest­ir geyma þess­ar teg­und­ir í ís­skáp.  Þá þarf að hafa plastið utan um gúrk­una og sama á við um paprik­una,“ seg­ir Krist­ín og ít­rek­ar hversu mik­il­vægt það er að vita hvaða græn­metis­teg­und­ir þurfi helst að bera í plast­inu eins og gúrk­an.

Tóm­at­ar miklu betri og sæt­ari við stofu­hita

„Kjör­hita­stig tóm­ata er 10 – 15°C sama á við um gúrk­ur og paprik­ur.  Marg­ir velja þann kost að geyma tóm­at­ana í ís­skáp en viss­ir þú að hann er svo miklu betri og sæt­ari ef hann er geymd­ur við stofu­hita. Þá nær hann að þrosk­ast til fulls og fá þetta ljúf­fenga sæta tóm­ata­bragð sem er svo gott. En hann kannski geym­ist ekki al­veg eins lengi við stofu­hita en það er allt í lagi því hann er svo góður þannig að við erum löngu bú­inn að borða hann áður en hann fer að láta á sjá,“ seg­ir Krist­ín og bros­ir.

Kristín segir að tómatar séu miklu betri og sætari þegar …
Krist­ín seg­ir að tóm­at­ar séu miklu betri og sæt­ari þegar þeir eru geymd­ir við stofu­hita. Ljós­mynd/​Krist­ín Linda Sveins­dótt­ir

Hita­stigið skipt­ir sköp­un

„Marg­ir eru svo­lítið óviss­ir með geymslu græn­met­is þegar kjör­hita­stigið er 10 – 15°C þar sem flest­ir ís­skáp­ar eru stillt­ir á 4 – 5°C .  En best er bara að prófa sig áfram hvort hent­ar okk­ur að geyma það í ís­skáp eða í stofu­hita.“ 

Er hægt að frysta allt græn­meti?

„Já,  það er hægt að fyrsta allt græn­meti. Ef stefnt er að því að geyma það lengi í frysti þá get­ur verið gott að snögg­sjóða það fyr­ir fryst­ingu, kæla niður og pakka.“

Gott að setja í ískalt vatn, jafn­vel með ís­mol­um til fríska upp sal­atið

Ertu til í að gefa les­end­um góð ráð varðandi geymslu á græn­meti og hvernig best er að halda gæðunum og fá sem mest út úr græn­met­inu? 

„Passa þarf að græn­metið verði ekki fyr­ir vökv­atapi og sé ekki að lenda í hita­sveifl­um. Stöðugt hita­stig fer best með það. Ef sal­at, kína­kál, hvít­kál eða rauðkál er farið að slapp­ast get­ur verið gott að setja það í ískalt vatn jafn­vel að setja nokkra ís­mola með í vatnið. Leyfa vatn­inu að flæða vel yfir og hafa í vatn­inu í um það bil 30 mín­út­ur  áður en þess er neytt. Sal­atið og kálið fersk­ast upp við þessa aðferð og nær til sín að hluta þeim vökva sem það hef­ur tapað. Einnig má skera niður allt græn­meti og fyrsta. Nýta það síðar í súp­ur, þeyt­inga og ýmsa græn­met­is­rétti sem dæmi því ekk­ert á að fara til spill­is.“

Til hags­bóta fyr­ir fram­leiðend­ur og neyt­end­ur er mark­miðið

Aðspurð seg­ir Krist­ín að Sölu­fé­lag ís­lenskra garðyrkju­bænda leggi mikið upp úr því að upp­lýsa og fræða neyt­end­ur um upp­runa græn­met­is­ins, hæfi­leika þess og hvernig má nýta það sem best. „Við hvetj­um alla til að fara inn á heimasíðuna okk­ar is­lenskt.is þar er að finna upp­lýs­ing­ar um bænd­ur, ýms­an áhuga­verðan fróðleik um ís­lenskt græn­meti og einnig mikið úr­val ljúf­fengra upp­skrifta sem vert er að kynna sér nán­ar. Íslenskt græn­meti er ríkt að gæðum. Það kem­ur beint úr nær­liggj­andi sveit og rat­ar því ferskt í inn­kaupa­körf­ur neyt­enda.  Sölu­fé­lag garðyrkju­manna er stolt af ár­angr­in­um og höld­um ótrauð áfram að gera gott betra, til hags­bóta fyr­ir fram­leiðend­ur og neyt­end­ur,“ seg­ir Krist­ín að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert