Sólveigu langar í stækkanlegt hringborð

Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt dreymir um rétta húsið þar sem …
Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt dreymir um rétta húsið þar sem hún getur hannað eða aðlagað eldhúsið að sínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sól­veig Andrea Jóns­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt elsk­ar að elda, halda veisl­ur og hrein­lega bara vera í eld­hús­inu. Eins og á mörg­um heim­il­um slær hjartað í eld­hús­inu á henn­ar heim­ili og þegar kem­ur að því að bera fram mat og drykki skipt­ir Sól­veigu líka máli eða eiga fal­lega hluti sem fanga augað og gera kræs­ing­arn­ar enn meira aðlaðandi.

Sér drauma­borðið í hill­ing­um

„Ég elda mikið og finnst fátt skemmti­legra en að taka á móti gest­um í mat,“ seg­ir Sól­veig Andrea og bæt­ir við að þá skipti máli að vera með góða aðstöðu til að taka á móti gest­um. „Í mín­um drauma­heimi væri ég með hring­borð, sem væri stækk­an­legt. Sé drauma­borðið í hill­ing­um sem fæst í lífs­stíls­versl­un­inni MÓDERN  sem ber heitið Syd­ney. Hægt að fá borðið með mis­mun­andi fót­um, efnivið og lit. Ég væri með þetta borð hjá mér ef það kæm­ist fyr­ir í hús­inu hjá mér. Næsta hús verður klár­lega valið með þetta í huga, seg­ir Sól­veig og hlær.

„Það er nefni­lega skemmti­leg­ast að sitja við hring­borð þegar marg­ir koma sam­an, þá all­ir ná miklu bet­ur að tala sam­an og eiga skemmti­legt kvöld. En það kemst því miður ekki alltaf fyr­ir og rým­in eru oft ekki nógu oft fyr­ir slík borð  og oft pass­ar bet­ur að hafa fer­kantað borð.“ 

Sólveigu dreymir um að eignast hringborðið Sydney sem er stækkanlegt.
Sól­veigu dreym­ir um að eign­ast hring­borðið Syd­ney sem er stækk­an­legt.

Sól­veig seg­ir að eld­húsið sé aðal­sam­verustaður­inn á heim­il­inu. „Eld­húsið hjá mér er mikið hjarta á heim­il­inu, þar koma all­ir sam­an og ræða dag­inn og elda sam­an. Við hitt­umst öll fjöl­skyld­an sam­an hjá mér á sunnu­dög­um, börn , barna­börn og mamma. Þá er oft mikið hlegið og borðað sam­an. Þess vegna eins og ég nefndi áðan finnst mér nauðsyn­legt að vera með stækk­an­legt borð. Þar sem við erum 90% til­vika aðeins fjög­ur í mat og ég vil ekki láta borðstofu­borðið fylla í allt rýmið. Samt vil ég hafa þann mögu­leika að vera oft tíu sam­an að borða.“

Ómiss­andi að eiga kaffi­könnu

Hvað finnst þér ómiss­andi að eiga í eld­hús­inu?

„Kaffikann­an, ég elska gott kaffi. Einnig fæ ég mér alla daga þeyt­ing þannig að Nutrobull­et­in minn þarf ég einnig að hafa í eld­hús­inu.“

Áttu þér upp­á­halds­gla­salínu?

„Á mér ekki upp­á­halds­gla­salínu en gifti mig fyr­ir rúm­lega ári síðan og fékk þá stell í brúðar­gjöf. Sem móður minni fannst ég þurfa að safna, meina hver á ekki „stell“. Fyr­ir þann tíma átti ég ekk­ert sparistell. Ég notaði sama stell og er í eld­húsi sem ég er alltaf að skipta út.

Og geri það fínna með dúk, diskamott­um, glös­um, kert­um og fal­leg­um serví­ett­um. En í dag á ég gull­fal­legt mat­ar­stell sem ég elska og nota allt of lítið frá Royal Copen­hagen.

Draum­ur að hafa tækja­skáp

Hvað finnst þér vera heit­asta vetr­artrendið í eld­húsið núna?

„Að hafa allt á sín­um stað í eld­hús­inu og tæki ekki sýni­leg á borði. Flest­ir vilja tækja­skáp sem er draum­ur, það er svo gott að geta lokað allt inni í skáp. Svo er ég að vinna með kaffi­horn sem mér finnst mjög smart og mik­il­vægt fyr­ir kaffi­fólk.“

Hvaða lit­ur er heit­ast­ur í vet­ur?

„Mild­ir lit­ir eru heit­ast­ir, beige og brúntóna, svo­kallaðir haust lit­ir.“ 

Upp­á­halds­mat­ar­stellið þitt?

„Mat­ar­stellið mitt Royal Copen­hagen.“ 

Uppáhaldsmatarstellið hennar Andreu er frá Royal Copenhagen og byrjaði hún …
Upp­á­halds­mat­ar­stellið henn­ar Andr­eu er frá Royal Copen­hagen og byrjaði hún fyrst að safna stelli eft­ir að hún gifti sig fyr­ir rúmu ári síðan.

Upp­á­halds­hnífa­settið?

„Á ekk­ert upp­á­halds­hnífa­sett.“

Hvort ertu fyr­ir plast- eða viðarbretti?

„Alltaf viðarbretti.“

Ertu með kaffi­vél í eld­hús­inu?

„Já, án henn­ar get ég ekki verið.“

Boll­inn frá Royal Copen­hagen upp­á­halds

Áttu þér þinn upp­á­haldskaffi­bolla?

„Boll­inn frá Royal Copen­hagen úr mat­ar­stell­inu mínu er svo fal­leg­ur. Einnig á ég fal­lega bolla í eld­hús­inu frá Magnoliu sem er hand­gerðir og nota ég þá dags dag­lega.“

Uppáhaldskaffibollinn er úr stellinu hennar Royal Copenhagen.
Upp­á­haldskaffi­boll­inn er úr stell­inu henn­ar Royal Copen­hagen.

Breyt­ir þú eld­hús­inu eft­ir árstíðum, hvað varðar liti og annað slíkt?

Nei, það geri ég ekki. Það er ekki hægt í því eld­húsi sem ég er með í dag.“

Upp­á­haldsstaður­inn í eld­hús­inu?

„Eyj­an, þar sem bar­stól­arn­ir eru.“

Áttu þér drauma­elda­vél? Viltu gas eða spam?

„Þegar ég bjó á Ítal­íu var gaselda­vél í íbúðinni minni, ég elskaði að elda á gasi. Ég hef einu sinni verið með gaselda­vél og lang­ar alltaf í aft­ur í gasið. En þoli ekki að koma fyr­ir gaskút og þurfa að þrífa hana.“ 

Ertu með kerti í eld­hús­inu?

„Alltaf með kerti,  á öll­um stöðum í hús­inu.“

Að leggja fal­lega á borð er aðal­málið

Finnst þér skipta málið að leggja fal­lega á borð?

„Að leggja fal­lega á borð er aðal­málið,  ávallt er vert vera huggu­legt borð, borða á fal­leg­um disk­um, drekka úr fal­leg­um glös­um og vera með kerti og „lekk­er­heit“. Mat­ur­inn á mánu­dög­um verður alltaf betri ef hugað er að fram­setn­ing­unni og lekk­ert­heit­un­um.“

Hvað dreym­ir þig um að eign­ast í eld­húsið?

„Mig dreym­ir um að finna mér rétta húsið. Þar sem ég get hannað eða aðlagað eld­húsið eft­ir minni ósk, al­veg eins og ég vil hafa það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert