Steikt nautalund með ljúffengu meðlæti sem stendur fyrir sínu

Dýrleg nautasteik sem stendur fyrir sínu og er tilvalin til …
Dýrleg nautasteik sem stendur fyrir sínu og er tilvalin til að bera fram um helgina. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Nú er að koma helgi og góð steik klikk­ar aldrei þegar það á að gera vel við sig. Hérna er steik­in bor­in fram með grasker­spu­rée sem inni­held­ur líka bakaðan hvít­lauk sem gef­ur grasker­inu enn dýpra og betra bragð að mati upp­skrifta­höf­und­ar sem er eng­inn ann­ar en Snorri Guðmunds­son sem held­ur úti síðunni Mat­ur og mynd­ir. Með steik­inni er upp­lagt að hafa par­mes­an-græn­kálssal­at með ristuðum möndlu­f­lög­um og bal­samic-bakaða sveppi sem smellpassa með kjöt­inu og grasker­inu og gefa máltíðinni æv­in­týra­leg­an ljóma. 

Þvílíkt augnakonfekt að horfa á þessa steik.
Því­líkt augna­kon­fekt að horfa á þessa steik. Ljós­mynd/​Snorri Guðmunds­son

Steikt nautalund með ljúffengu meðlæti sem stendur fyrir sínu

Vista Prenta

Steikt nauta­lund með silkimjúku graskerspu­rée, græn­kálssal­ati og krydds­mjöri

Fyr­ir 2

  • 2 x 200 g nauta­lund (t.d. í Black Garlic-marín­er­ingu)
  • 500 g grasker (Butt­ernut squash) án hýðis
  • 4 hvít­lauksrif
  • 60 ml rjómi
  • 60 g smjör
  • 60 g græn­kál
  • 15 g par­mes­an
  • 1 stk. sítr­óna
  • 20 g ristaðar möndlu­f­lög­ur
  • 150 g kast­an­íu­svepp­ir
  • ½ tsk. Her­bs Provence krydd­blanda
  • 1 tsk. sojasósa
  • 1 tsk. balsam­e­dik
  • 2 g stein­selja eða eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Takið kjötið úr kæli einni klukku­stund áður en elda á mat­inn ásamt 30 g af smjöri.
  2. Setjið smjörið í skál þegar það er orðið mjúkt ásamt smá salti, 0,5 pressuðu hvít­lauksrifi og saxið stein­selj­una sam­an við. Stappið vel sam­an og smakkið til með salti og ör­lítið meiri hvít­lauk ef þarf.
  3. Skerið svepp­ina í tvennt eða fernt eft­ir stærð.
  4. Veltið upp úr sojasósu, balsam­e­diki, Her­bs Provence, smá olíu og 1 pressuðu hvít­lauksrifi. Setjið svepp­ina í lítið eld­fast mót og bakið í miðjum ofni í 30-40 mín­út­ur við 180°C hita.
  5. Hrærið reglu­lega í svepp­un­um þar til vökvinn sem þeir leysa frá sér er gufaður upp og svepp­irn­ir eru fulleldaðir.
  6. Vefjið 3 hvít­lauksrifj­um þétt inn í álp­app­ír með smá olíu og salti.
  7. Skerið grasker í bita og veltið upp úr smá olíu og salti.
  8. Dreifið grasker­inu yfir ofn­plötu með bök­un­ar­papp­ír og komið inn­pakkaða hvít­laukn­um líka fyr­ir á plöt­unni.
  9. Bakið í neðstu grind í ofni í um 30 mín­út­ur við 200°C hita eða þar til graskerið er farið að taka lit og er mjúkt í gegn. Hrærið í þegar tím­inn er hálfnaður.
  10. Færið bakaða graskerið og hvít­lauk­inn í pott ásamt 30 g af smjöri og rjóm­an­um.
  11. Maukið með töfra­sprota þar til graskerið er orðið silkimjúkt.
  12. Smakkið til með salti og geymið und­ir loki þar til mat­ur­inn er bor­inn fram.
  13. Saxið græn­kál nokkuð smátt og setjið í skál með ristuðum möndlu­f­lög­um.
  14. Rífið sítr­ónu­börk sam­an við með fínu rif­járni (var­ist að taka hvíta und­ir­lagið með því það er beiskt á bragðið) ásamt par­mesanosti.
  15. Hrærið 0,5 msk. af ólífu­olíu sam­an við ásamt sítr­ónusafa og blandið öllu vel sam­an. Smakkið til með salti ef þarf.
  16. Hitið stálp­önnu við háan hita.
  17. Bætið olíu út á pönn­una og steikið kjötið í 3,5-4,5 mín­út­ur á hvorri hlið (fer eft­ir þykkt).
  18. Bætið smjörklípu út á pönn­una þegar um 1 mín­úta er eft­ir af steik­inga­tím­an­um og dreypið bráðnu smjör­inu yfir kjötið með skeið.
  19. Látið kjötið hvíla í 5 mín­út­ur áður en skorið er í það.
  20. Berið fram og njótið með drykk í fal­legu glasi. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert