Húsó-flatbrauðið sem allir elska og dá

Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum deilir með lesendum uppskriftunum …
Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum deilir með lesendum uppskriftunum að hinu dýrðlega flatbrauði og rúgbrauði sem eru þjóðlegir réttir að bestu gerð. Samsett mynd

Fast­ur liður á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru Húsó-upp­skrift­irn­ar sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu. Þjóðleg­ir rétt­ir eru ávallt vin­sæl­ir og þegar líður að aðvent­unni þá leit­ar hug­ur­inn oft í hið þjóðlega og þessu sinni býður Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari upp á flat­brauð sem líka ber líka heitið flat­kaka. Þetta flat­brauð elska og dá all­ir sæl­ker­ar og þá næg­ir að vera með smjör ofan. Í aðvent­unni er vin­sælt að bjóða upp á síld, reykt­an lax, graflax og hangi­kjöt og þá pass­ar vel að vera með heima­bakaðar flat­kök­ur og jafn­vel rúg­brauð til fram­reiða ljúf­metið ofan á. Þjóðlegt og gott.

Hér fyr­ir ofan fylg­ir því líka upp­skrift­in að rúg­brauðinu aft­ur sem er full­komið til að bjóða upp á með aðventukræs­ing­un­um eins og síld­inni sem er í miklu upp­á­haldi á mörg­um ís­lensk­um heim­il­um.

Íslenska flatbrauðið og rúgbrauðið njóta ávallt vinsælda og passa vel …
Íslenska flat­brauðið og rúg­brauðið njóta ávallt vin­sælda og passa vel með síld­inni, reykta lax­in­um og hangi­kjöt­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Húsó-flatbrauðið sem allir elska og dá

Vista Prenta

Flat­brauð

  • 400 g rúg­mjöl
  • 200 g hveiti
  • 100 g haframjöl
  • 200 g heil­hveiti
  • ½ tsk lyfti­duft
  • 1 tsk. syk­ur
  • 1 tsk. salt
  • 10-12 dl soðið vatn

Aðferð:

  1. Blandið þur­refn­un­um sam­an í skál.
  2. Hellið sjóðandi vatni yfir og blandið vel sam­an. Látið kólna lítið eitt og hnoðið deigið með hveiti. Gætið þess að hnoða deigið ekki of mikið svo það verði ekki stíft og seigt.
  3. Fletjið deigið út í þunn­ar kök­ur – með því að leggja disk á deigið og skera með brún disks­ins, eða með hring­laga pip­ar­köku­formi og búið til litl­ar flat­kök­ur.
  4. Pikkið flat­kök­urn­ar með gaffli.  
  5. Steikið á vel heitri elda­vél­ar­hellu eða gasgrilli.
  6. Snúið oft.
  7. Berið síðan fram með því sem hug­ur­inn girn­ist og gam­an er að leika sem með þjóðlega rétti ofan á flat­brauðinu góða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert