Sjáðu Helgu Möggu matreiða kalkúnaskip

Helga Magga töfrar fram þakkargjörðarmáltíð á einfaldan og fljótlegan máta.
Helga Magga töfrar fram þakkargjörðarmáltíð á einfaldan og fljótlegan máta. Samsett mynd

Þakk­ar­gjörðar­hátíðin er á morg­un, fimmtu­dag­inn 23. nóv­em­ber og þá eru marg­ir sem vilja gera sér glaðan dag sem halda í am­er­ísk­ar hefðir. Helga Magga heil­su­markþjálfi er ein þeirra sem held­ur upp á dag­inn og deildi með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram hvernig hún töfr­ar fram girni­lega þakk­ar­gjörðar­máltíð á ein­fald­an máta.

Það er svo ein­falt að mat­reiða smjörsprautaða kalk­úna­skipið frá Hag­kaup en hér sýni ég hvernig ég útbý kalk­ún á ein­fald­an og fljót­leg­an hátt. Ég keypti til­búna fyll­ingu í Hag­kaup og síðan sýni ég hvernig þú út­býrð góða sósu með,“ seg­ir Helga Magga. Einnig deil­ir Helga Magga með fylgj­end­um upp­skrift að sæt­kart­öflumús.

Sjáðu Helgu Möggu matreiða kalkúnaskip

Vista Prenta

Sæt­kart­öflumús

  • 1 stór sæt kart­afla
  • 50 g rjóma­ost­ur
  • 2-3 msk. púður­syk­ur
  • 1 tsk. múskat
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að gufusjóða stóra sæta kart­öflu, skorna í nokkra bita í um það bil 25 mín­út­ur.
  2. Látið kart­öfl­una kólna ör­lítið og bland síðan sam­an við hana rjóma­osti, púður­sykri, múskati og salti.
  3. Hrærið vel sam­an þar til mús­in verður mjúk með fal­legri áferð.
Prenta
View this post on In­sta­gram

A post shared by Helga Magga I Macros nær­ing­arþjálf­un (@helgamagga)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert