Vissir þú að það má frysta egg?

Hægt er að frysta egg en það skiptir máli að …
Hægt er að frysta egg en það skiptir máli að gera það rétt.

Úr smiðju ömmu-síðunnar „Grandma's Yummy Recipes á Facebook er að finna áhugaverðar uppskriftir og hollráð t.d. eins og hvernig á að frysta egg. Þetta er svo sannarlega frumlegt og áhugavert hollráð.

Ef þú verður svo heppinn að rekast á egg á afsláttarverðum þá er einfalt að frysta þau og geyma til síðari nota til baksturs eða til að elda þau. Eins ef þú átt allt of mikið af eggjum í ísskápnum sem eru að vera komin á síðasta notkunardag og nærð ekki að nýta þau þá er þetta góð leið til að sporna gegn matarsóun. Egg má ekki frysta í skurninni, en það er lagi þegar búið er að fjarlægja þau úr skurninni. Til að frysta egg er gott að eiga klakabox.

Svona frystir þú egg:

  • Brjóttu hvert egg fyrir sig og helltu egginu í hvert hólf í klakaboxinu.
  • Frystu eggin og eftir að þau eru frosin, smelltu þeim þá í rennilásapoka með því að fjarlægja þau úr klakaboxinu og frystu áfram í frysti þangað til þú hyggst nota þau.
  • Til að nota eggin síðar þá skal afþíða þau við stofuhita í skál og hafa í huga hvað þarf að nota mörg egg til að mynda eins og í bakstur.
  • Má geyma eggin í frysti í allt að 3 mánuði eða upp undir 12 mánuði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert