Töfrandi matarupplifun á Michelin-stjörnustaðnum ÓX

Kokkarnir á Michelin-stjörnustaðnum ÓX eða töfrarmennirnir sem fara með öll …
Kokkarnir á Michelin-stjörnustaðnum ÓX eða töfrarmennirnir sem fara með öll skilningarvitin í ævintýraferð sem á sér fáa líka. Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur, Guðgeir Ingi. K. Steindórsson, Bjartur Elí Friðþjófsson, Manuel Schembri yfirþjónn og Þráni Frey Vigfússyni stóðu vaktina með glæsibrag og gerðu upplifunina ógleymanlega. Ljósmynd/Sjöfn

Ef þið viljið eiga ógleym­an­lega og töfr­andi mat­ar­upp­lif­un þá skulu þið eyða kvöld­inu á veit­ingastaðnum ÓX. Maður­inn á bak við ÓX er stjörnu­kokk­ur­inn Þrá­inn Freyr Vig­fús­son sem jafn­framt rek­ur Sumac Bar & Grill. ÓX býður upp á eft­ir­minni­lega mat­ar­upp­lif­un en þessi ein­staki 17 sæta veit­ingastaður hreiðrar um sig í frem­ur litlu rými þar sem nánd­in er mik­il.

Stofan hennar Ömmu Don minnir á sjöunda áratuginu og hrein …
Stof­an henn­ar Ömmu Don minn­ir á sjö­unda ára­tug­inu og hrein nostal­g­ía að njóta þess að sitja þarna. Ljós­mynd/​Sjöfn

Fal­inn bak við lukt­ar dyr

Veit­ingastaður­inn ÓX er staðsett­ur í miðborg Reykja­vík­ur við Lauga­veg, fal­inn á bak við lukt­ar dyr sem eru útataðar veggjakroti og til að kom­ast inn á staðinn þarf að hringja dyra­bjöllu sem er lífs­reynsla út af fyr­ir sig. ÓX er fal­inn dem­ant­ur í höfuðborg­inni eins og ekta „Speakacy“ bar­ir voru á árum áður en hug­mynd­in á bak við nafnið „spea­kea­sy“ var notað til að veita aðgang að há­leynd­um bör­um og klúbb­um þegar það var ólög­legt á árum áður, sér í lagi er­lend­is.

Eins og áður sagði tek­ur ÓX aðeins 17 gesti í sæti, all­ir verða að mæta á sama tíma og staður­inn er ein­set­inn. ÓX er bæði inni­leg­ur og líf­leg­ur og býður upp á ein­staka mat­ar­upp­lif­un sem á sér fáa líka með úr­vals hrá­efni og þjón­ustu. All­ir gest­ir snúa að eld­hús­inu á svo­kölluð „Chef Table“ en þar geta gest­irn­ir spjallað við kokk­ana og notið þess að horfa á þá fram­kvæma töfra sína í  eld­hús­inu í mik­illi nánd.

ÓX er Michelinstjörnustaður með eina verðskuldaða stjörnu og skjöldurinn á …
ÓX er Michel­in­stjörn­ustaður með eina verðskuldaða stjörnu og skjöld­ur­inn á sinn stað í hill­unni hjá Ömmu Don. Ljós­mynd/​Sjöfn

Und­ur­sam­lega ljúf­feng­ir

Fyrst er komið inn huggu­lega setu­stofu þar til ykk­ur er boðið inn í stofu Ömmu Don sem er ein­stak­lega fal­leg og minn­ir á sjö­unda ára­tug­inn þar sem hlýj­an og róm­an­tík­in er í for­grunni. Síðan eru það leynd­ar­dóm­arn­ir sem ger­ast og allt í einu erum stödd í eld­hús­inu með mat­reiðslu­meist­ur­un­um að galdra fram frum­leg­ustu og einu fal­leg­ustu rétti sem sést hafa. All­ir rétt­irn­ir und­ur­sam­lega ljúf­feng­ir og öll skyn­fær­in fara á flug. Inn­rétt­ing í eld­hús­inu minn­ir á ís­lenskt eld­hús um miðbik tutt­ug­ustu ald­ar og gef­ur staðnum ákveðið heim­il­is­legt en gam­aldags yf­ir­bragð.

Þriggja tíma æv­in­týra­ferð fyr­ir öll skiln­ing­ar­vit­in

ÓX er einn af hand­höf­um Michel­in-stjörnu og var ann­ar veit­ingastaður­inn í röðinni á Íslandi til að hljóta þessa eft­ir­sótt­ustu viður­kenn­ingu heims í veit­inga­geir­an­um. Rún­ar Pier­re Heri­veaux er yfir­kokk­ur ÓX og fram und­an er þriggja tíma smakkupp­lif­un mat­reiðslu­meist­ar­ana, sem má sanni segja að sé æv­in­týra­ferð. Mat­ar­upp­lif­un­in sam­an­stend­ur af tæp­lega 20 litl­um rétt­um sem blanda af nú­tíma­leg­um og hefðbundn­um þjóðleg­um rétt­um úr besta hrá­efni sem völ er á að hverju sinni. Fram­setn­ing­in er draumi lík­ast og hugsað er fyr­ir hverju smá­atriði. Hægt er að fá vín­pör­un eða safa­pör­un sem kem­ur skemmti­lega á óvart og hvert bragð á við hvern þann rétt sem bor­inn er fram. Útkom­an er stór­feng­leg og það er nán­ast ógjörn­ing­ur að lýsa þess­ir mat­ar­upp­lif­un svo stór­kost­leg er hún.

Hér má sjá mynda­sýn­ingu af því sem boðið var upp á þegar blaðamaður heim­sótti staðinn og til að ljóstra ekki öll­um leynd­ar­dóm­un­um úr eld­hús­inu á ÓX leyf­um við mynd­un­um að tala sínu máli.

Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
Ljós­mynd/​Sjöfn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert