Draumatertan að hætti Húsó með aðventukaffinu

Draumatertan á vel við fyrsta í aðventu, hátíðleg og ómótstæðilega …
Draumatertan á vel við fyrsta í aðventu, hátíðleg og ómótstæðilega ljúffeng. Gott að fá sér heitt súkkulaði með. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsti sunnu­dag­ur í aðventu er rétt hand­an við hornið og þá er lag að skella í eina drauma­tertu. Eins og hefð er fyr­ir á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru birt­ar Húsó-upp­skrift­ir sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu. Að þessu sinni op­in­ber­ar Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari upp­skrift­ina að Drauma­tert­unni sem er í upp­á­haldi hjá nem­end­um, bæði fyrr­ver­andi og nú­ver­andi sem og öll­um þeim sem fá að smakka. Bragðið er draumi lík­ast og því­lík sæl­kera­terta sem þessi er.

Draumatertan að hætti Húsó með aðventukaffinu

Vista Prenta

Drauma­tert­an

Döðlusúkkulaðibotn­ar

Botn­ar 2 stk.

  • 3 egg
  • ¾ bolli syk­ur
  • 2 boll­ar döðlur, smátt saxaðar
  • 100 g saxað súkkulaði
  • ¾ bolli hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft                        

Aðferð:

  1. Þeytið egg og syk­ur létt og ljóst.
  2. Blandið sam­an hveiti, lyfti­dufti, döðlum og súkkulaði og blandið var­lega sam­an við þeyttu eggja­blönd­una.
  3. Setjið í tvö spring­form eða önn­ur hring­laga form (24-26 sm) klædd með bök­un­ar­papp­ír.
  4. Bakið við 175-180°C í u.þ.b. 10-15 mín­út­ur. 
  5. Kælið.

Mar­ens

Botn­ar 2 stk.

  • 4 eggja­hvít­ur
  • 200 g syk­ur

Aðferð:

  1. Stífþeytið eggja­hvít­ur og syk­ur mjög vel.
  2. Teiknið 2 hringi á bök­un­ar­papp­ír, jafn­stóra og formið und­an döðlu­botn­un­um.
  3. Smyrjið mar­ens­in­um jafnt á papp­ír­inn.
  4. Bakið við 130°C í u.þ.b. 1 klukku­stund.
  5. Leyfið botn­un­um að kólna í ofn­in­um.

Eggjakrem

Fyr­ir 2 tert­ur

  • 4 eggj­ar­auður
  • 3 msk. syk­ur
  • 2 ½ dl rjómi

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann.
  2. Þeytið eggj­ar­auður og syk­ur sam­an, létt og ljóst.
  3. Blandið síðan þeytta rjóm­an­um var­lega sam­an við.


Sam­setn­ing

  1. Setjið döðlu­botn á fat, má t.d. bleyta hann aðeins upp með sérrí eða ávaxta­safa.
  2. Sneiðið 1-2 ban­ana og raðið ofan á botn­inn. (3-4 ban­an­ar á tvær tert­ur).
  3. Setjið eggjakremið þar yfir.
  4. Setjið svo mar­ens­botn yfir eggjakremið.
  5. Þeytið 2 og ½ dl af rjóma á hverja köku. (5 dl sam­an­lagt á tvær) og smyrjið yfir.
  6. Frystið nú kök­una/​kök­urn­ar tvær.
  7. Hæfi­legt er að taka kök­una úr frosti um 2-3 klukku­stund­um áður en hún er bor­in á borð.
  8. Þá þarf strax að búa til súkkulaðibráð sem sett er yfir kök­una þegar hún er tek­in úr frosti.

Súkkulaðibráð

Fyr­ir tvær tert­ur

  • 400 g suðusúkkulaði – brætt yfir gufu, eða í ör­bylgju­ofni. Passið að of­hita það ekki.
  • 4 msk. þeytt­ur rjómi
  • 4 eggj­ar­auður
  • 8 msk. vatn

Aðferð:

  1. Hrærið eggj­ar­auðum og vatni sam­an við súkkulaðið, einnig rjómann.
  2. Blandið vel sam­an.
  3. Hellið krem­inu síðan yfir kök­una og setjið hana í kæli um stund, eða í frysti.
  4. Skera má kök­una í sneiðar og skreyta hana sem stak­ar tertusneiðar, t.d. með rjómatopp, súkkulaðiskrauti og blæju­beri, eða bera hana fram heila skreytta með rjóma.
  5. Geym­ist vel í frosti – til­bú­in.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert