Pítsa fyrir rómantískan kvöldverð

Rómantíska pitsan fyrir tvo.
Rómantíska pitsan fyrir tvo. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hér er á ferðinni ekta pitsa fyr­ir róm­an­tísk­an kvöld­verð sem kem­ur úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars upp­skrifta­höf­und­ar hjá Gotte­rí og ger­sem­ar. Auðvitað má gera þessa pitsu við hvaða til­efni sem er en Berg­lind var í róm­an­tísk­um hug­leiðing­um þegar hún út­bjó þessa. Á pitsunni eru per­ur, brie ost­ur og kara­mellu­hnet­ur sem eru full­kom­in blanda og þið hrein­lega verðið að prófa þessa dá­semd, má líka fá sér pítsu á þriðju­dög­um.

Pítsa fyrir rómantískan kvöldverð

Vista Prenta

Pítsa fyr­ir tvo

  • 50 g pek­an­hnet­ur
  • 50 g syk­ur
  • 20 g smjör
  • 1 stk. gott pitsa­deig að eig­in vali
  • 5 msk. ricotta ost­ur
  • 2 litl­ar per­ur
  • ¾ brie ost­ur
  • 4-5 hrá­skinkusneiðar
  • Fil­ippo Ber­io bal­sa­mik gljái, eft­ir smekk
  • Ferskt tim­i­an eft­ir smekk
  • Ólífu­olía eft­ir smekk
  • Salt, pip­ar og hvít­lauks­duft eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að út­búa kara­mellu­hnet­ur með því að saxa pek­an­hnet­urn­ar niður og bræða  næst syk­ur­inn á pönnu.
  2. Setjið smjörið síðan á pönn­una áður en syk­ur­inn fer að brenna, hrærið vel sam­an, lækkið hit­ann og blandið pek­an­hnet­un­um sam­an við. Leyfið hnet­un­um að drekka aðeins í sig kara­mell­una og hrærið vel.
  3. Dreifið síðan úr hnetu­blönd­unni á bök­un­ar­papp­ír og leyfið að storkna á meðan pizz­an er und­ir­bú­in.
  4. Hitið ofn­inn í 220°C og mótið pitsu sem fyll­ir nán­ast út í eina bök­un­ar­plötu.
  5. Smyrjið ricotta osti yfir botn­inn og skerið per­ur og brie ost í sneiðar og raðið yfir pitsuna.
  6. Penslið með smá ólífu­olíu og kryddið eft­ir smekk.
  7. Bakið í 17-20 mín­út­ur eða þar til botn­inn fer að gyll­ast vel og pizz­an er til­bú­in.
  8. Toppið með hrá­skinku, kara­mellu­hnet­um, bal­sa­mik gljáa og smá fersku tim­i­an.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert