Hvítar trufflur á Pósthúsinu um jólin

Pitsabakarinn Ismail Mesnaoui hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir færni sína …
Pitsabakarinn Ismail Mesnaoui hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir færni sína í pitsabakstri. Pitsurnar á Pizza Popolare hafi slegið í gegn og þessa dagana er hvít truffluveisla. Samsett mynd

Á Póst­hús­inu Mat­höll við Póst­hús­stræti, á veit­ingastaðnum Pizza Popolare hef­ur pitsa­bak­ar­inn Ismail Mesna­oui vakið verðskuldaða at­hygli fyr­ir færni sína í pitsa­bakstri. Ismail er 23 ára gam­all „pizzai­olo“ eða pitsa­gerðarmaður en það er fag­grein sem er virt á Ítal­íu. Pitsurn­ar á Pizza Popolare hafi slegið í gegn og reglu­lega er boðið upp á Pop-up þar sem úr­vals álegg eru í boðið á pitsurn­ar og þessa dag­ana er trufflu­veisla á Popolare.

Ismail kem­ur frá Vicenza á Ítal­íu og þaðan kem­ur inn­blást­ur hans í pitsa­gerðinni, hann hef­ur ávallt elskað mat og pitsu frá blautu barns­beini. „Ég byrjaði að læra pitsa­agerð 14 ára gam­all und­ir hand­leiðslu heims­meist­ar­ans Maestro Gabriele Fazz­ini og Maestro Ang­elo Mondello,“ seg­ir Ismail og bæt­ir við að hann búi ávallt að þeirri þekk­ingu sem hann lærði á þess­um tíma af þess­um lista­mönn­um í pitsa­gerð. 

Ismail segir að þekkingin og vísindin á bak við handverkið …
Ismail seg­ir að þekk­ing­in og vís­ind­in á bak við hand­verkið séu töfr­arn­ir bak við góða pítsu ásamt því að vera með gæðahrá­efni og not­ast við forn­ar aðferðir og hefðir í pitsa­gerð.

Mark­miðið að gera bestu pítsuna í Skandi­nav­íu

Hvað fékk þig til að koma til Íslands til að vinna sem pitsa­gerðarmaður?

„Ég var í sam­bandi við eig­end­urn­ar á Popolare áður en pizzerí­an opnaði, við virt­umst deila sam­an hug­mynd­inni um að gera raun­veru­lega til­raun til að búa til bestu pitsuna í Skandi­nav­íu og víðar. Ég var að vinna í Belg­íu og Nor­egi og þegar rétti tím­inn kom fyr­ir mig, flaug ég hingað til lands til að vinna á Pizza Popolare. Þá var ég bú­inn að kynna mér Ísland vel og hvað landið hef­ur upp á að bjóða og fannst spenn­andi kost­ur að koma hingað til lands og vera þátt­tak­andi í því að búa til bestu pitsuna í Skandi­nav­íu,“ seg­ir Ismail og bros­ir.

Gæðavör­ur, forn­ar aðferðir og hefðir

Hvað er sér­stakt við pitsa­agerðina í Popolare?

„Gæðavör­ur og hrá­efni, forn­ar aðferðir og hefðir þegar kem­ur að deig­inu og fram­leiðslu. Ofn­inn er ein­stak­ur og ég vildi alltaf vinna með þenn­an ofn. Stein­inn er úr Vesu­vio eld­fjall­inu og það er al­veg frá­bært, að baka pitsur í þess­um ofni.“

Hverjir tö­farn­ir bak við að búa til góða pitsu?

„Þekk­ing­in og vís­ind­in á bak við hand­verkið,“ seg­ir Ismail. „Það er líka þessi ástríða sem þarf að vera til staðar í hvert skipti sem unnið er með deigið og hrá­efnið, hver pitsa er bökuð með ástríðu og þekk­ingu á hrá­efn­inu.“ 

Hvítu trufflurnar fá að njóta sín á pitsunum á Pizza …
Hvítu truffl­urn­ar fá að njóta sín á pitsun­um á Pizza Popolare og hand­bragðið er ein­stakt.

Trufflupítsurn­ar rjúka út

Segðu okk­ur aðeins um trufflupar­tíið sem er núna í Popolare.

„Við erum með nýj­ar fersk­ar hvít­ar truffl­ur og við pöruðum þær við ein­falda pitsu svo truffl­urn­ar fái að skína.“

Eru trufflupitsurn­ar vin­sæl­ar?

„Klár­ast alltaf, færri fá enn vilja,“ seg­ir Ismail og bæt­ir við að ilm­ur­inn af trufflupitsu sé afar lokk­andi og erfitt sé fyr­ir sæl­kera að stand­ast ekki freist­ing­una.

Einstakt er að geta fengið hvítar ferskar trufflur á pítsuna …
Ein­stakt er að geta fengið hvít­ar fersk­ar truffl­ur á pítsuna sína.
Pítsurnar eru hver annarri girnilegri.
Pítsurn­ar eru hver ann­arri girni­legri.
Rjúkandi eldbakaðar ítalskar pítsur með trufflum er eitthvað sem erfitt …
Rjúk­andi eld­bakaðar ít­alsk­ar pítsur með truffl­um er eitt­hvað sem erfitt er að stand­ast.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert