Veistu hvernig þú nærð kertavaxi úr sparidúknum?

Yfir hátíðirnar er líklegt að kertavax getið lekið í dúkana …
Yfir hátíðirnar er líklegt að kertavax getið lekið í dúkana á veisluborðinu og þá er lag að kunna að ná vaxinu úr. Ljósmynd/Unsplash

Yfir hátíðirnar er notkun á kertum hvað mest á heimilum landsmanna og þá er vert að hafa varan á, bæði að fara varlega með eld og huga að staðsetningu kertanna á matarborðinu sem búið er dekka upp á hátíðlegan hátt. Hátíðarborðin er yfirleitt skreytt með kertaljósi og kertavaxið á til að leka í sparidúkana á veisluborðinu.

Frysta eða kæla vaxblettinn fyrst

Þá er nauðsyn að búa yfir góðu ráði til að ná kertavaxinu úr. Best er að byrja á að ná sem mestu af vaxinu burt. Auðveldasta leiðin til þess er að frysta eða kæla vaxblettinn og skafa sem mest af. Ef um litlaust vax er að ræða getur verið gott að leggja eldhúspappír yfir og strauja með volgu straujárni yfir. Ef vaxið er litað er betra að nota rauðspritt eða brennsluspritt til að ná blettinum úr eða jafnvel hreinsað bensín ef liturinn er sterkur.

Kertavaxleifar leysast upp við 60°C hita og ef dúkurinn þolir þann hita er best að þvo hann strax eftir blettahreinsunina. Þá verður hann eins og nýr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert