Rauður jólakokteill í boði Hildar

Jólalegur kokteill sem á vel við um hátíðirnar.
Jólalegur kokteill sem á vel við um hátíðirnar. Ljósmynd/Hildur Rut

Hér er á ferðinni jólakokteill sem kemur úr smiðju Hildar Rutar Ingimarsdóttur hjá Trendnet. Hún segir að þetta sé nýjasti uppáhalds kokteillinn sinn og hún hafi kolfallið fyrir bragðinu þegar hún smakkaði drykkinn í fyrsta skipti. Kokteillinn er bæði bragðgóður og jólalegur með góðri froðu. Cointreu, möndlulíkjör, trönuberjasafi, sykursíróp, límóna og eggjahvíta eru innihaldsefnin sem til þarf. Hátíðlegt er að skála í þessum drykk yfir hátíðirnar sem Hildur kallar Jóla-Cosmo.

Rauður jólakokteill

Fyrir 2 í hanastélsglös

  • 10 cl trönuberjasafi
  • 5 cl Cointreau
  • 5 cl Amaretto Bols Amsterdam
  • 4 cl sykursíróp (uppskrift fyrir neðan)
  • 4 cl safi úr límónu
  • 1 egg (eggjahvíta)
  • 2 kirsuber úr krukku

Aðferð:

  1. Hellið trönuberjasafa, Countreau, Amaretto, sykursírópi, límónusafa og eggjahvítu í hristara og hristið í 10-15 sekúndur.
  2. Bætið klökum saman við og hristið aftur í 10-15 sekúndur.
  3. Hellið í falleg glös í gegnum sigti.
  4. Þræðið kirsuber á pinna og skreytið glasið. Njótið vel.

Sykursíróp

  • 200 ml vatn
  • 200 g sykur

Aðferð:

  1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp.
  3. Kælið, tekur nokkrar mínútur.
  4. Hildur hellir sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymir í ísskáp.
  5. Sykursírópið geymist í um einn mánuð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka