Víking jólabjór og Thule jólabjór uppseldir

Íslenski jólabjórinn nýtur vaxandi vinsælda frá ári til árs.
Íslenski jólabjórinn nýtur vaxandi vinsælda frá ári til árs.

Þótt jól­in séu ekki búin og ára­mót­in fram und­an þá er Vík­ing jóla­bjór­inn og Thule jóla­bjór­inn bún­ir. Jóla­bjór­inn nýt­ur mik­illa vin­sælda hjá land­an­um um hátíðirn­ar og því er eng­in breyt­ing í ár.

Viðtök­urn­ar hafa verið frá­bær­ar í ár og greini­legt að fólk er farið að kjósa ís­lensk­an jóla­bjór í auknu mæli. Við erum varla búin að hafa und­an því að senda kúta í bæ­inn og núna er Vík­ing Jóla­bjór og Thule Jóla­bjór bún­ir hjá okk­ur á kút­um,“ seg­ir Bald­ur Kára­son brugg­meist­ari.

Hef­ur verið vin­sæl­asti ís­lenski jóla­bjór­inn

Vík­ing jóla­bjór stend­ur alltaf fyr­ir sínu og fólk veit að hverju það geng­ur. Hann hef­ur frá upp­hafi verið vin­sæl­asti ís­lenski jóla­bjór­inn. Helsti mun­ur­inn á Vík­ing jóla­bjór og öðrum vin­sæl­um jóla­bjór­um er lík­lega hvað hann hent­ar vel með mat og í veisl­ur þar sem hann er frek­ar létt­ur, ekki of sæt­ur og áfeng­is­inni­hald­inu stillt í hóf. Hann er með súkkulaði- og kara­mellu­keim og í full­komnu jafn­vægi, hent­ar full­kom­lega með reykt­um jóla­mat eins og hangi­kjöti og ham­borg­ar­hrygg,“ seg­ir Bald­ur.

Paraður með lag­köku og kon­fekti

Aðspurður seg­ir Bald­ur að gam­an sé að para bjór með mat og heima­bökuðum kræs­ing­um. „Thule jóla­bjór­inn er lík­lega sá jóla­bjór af þess­um hefðbundnu jóla­bjór­um sem kem­ur hvað best út úr þess­um „jóla­bjóra­keppn­um“ hann er full­ur af karakt­er og með skemmti­legt bragð af súkkulaði, kara­mellu og lakk­rís. Matarpör­un­in gæti kannski komið ein­hverj­um á óvart en við mynd­um mæla með t.d. brúnni lag­köku og kon­fekti. 

Bald­ur vill þó bæta við að fleiri teg­und­ir af bjór séu til staðar og eng­inn þurfi að ör­vænta. „Þó svo að þess­ir bjór­ar séu bún­ir hjá okk­ur á kút­um þá eig­um við enn þá nóg til af öðrum jóla­bjór­um og svo auðvitað líka heils­árs­bjór­un­um okk­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert