Croque Monsieur með afgangs-jólakalkún að hætti Gabríels

Croque Monsieur með afgangs-jólakalkún að hætti landsliðskokksins Gabríels Kr. Bjarnarsonar …
Croque Monsieur með afgangs-jólakalkún að hætti landsliðskokksins Gabríels Kr. Bjarnarsonar sem steinliggur. Samsett mynd

Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son landsliðskokk­ur er þekkt­ur fyr­ir að gera sæl­kera­sam­lok­ur sem eru svo unaðslega góðar að erfitt er að stand­ast freist­ing­ar þegar þær eru born­ar fram. Gabrí­el nýt­ir hvert tæki­færi til að leika sem með af­ganga af hátíðarmatn­um til að út­búa synd­sam­lega sam­lok­ur og deil­ir hér með les­end­um Mat­ar­vefs­ins einni að sinni upp­á­halds­sam­loku þar sem kalk­ún­inn og ost­ur­inn Feyk­ir eru í aðal­hlut­verki.

Franska meist­ara­verkið með kalk­únn

„Mér finnst fátt betra en að borða af­ganga eft­ir jóla- eða ný­árs mat­ar­boð og hvað þá að setja það í sam­loku, þess vegna ætla ég að deila með ykk­ur upp­skrift að upp­á­halds­sam­lok­unni minni. Ég er bú­inn að setja sam­lok­una mína í jóla­föt­in, þetta er sem sagt franska meist­ara­verkið Croque Monsie­ur sem er vana­lega gerð með ost og skinku og toppuð með mour­ney sósu en í þetta skiptið er það af­gangs kalk­ún og ís­lenski harðkýt­is ost­ur­inn Feyk­ir, en er hægt að nota hvaða af­gangskjöt og ost sem til er á heim­il­inu. Það er al­gjör óþarfi er að skjót­ast út í búð fyr­ir þessa sam­loku. Og auðvitað er hægt að dýfa í kalda sósu frá gær­kvöld­inu en ég nota af­gang­inn af brúni sósu sem var með dá­dýr­inu sem boðið var upp á,“ seg­ir Gabrí­el.

Hér fyr­ir neðan má sjá myndaseríu af ferl­inu í sam­loku­gerðinni hjá Gabrí­el sem og mynd­band sem faðir hans Bjarni Gunn­ar Krist­ins­son deildi á In­sta­gram.

Croque Monsieur með jólakalkúninum er ómótstæðilega girnilega hjá Gabríel.
Croque Monsie­ur með jólakalk­ún­in­um er ómót­stæðilega girni­lega hjá Gabrí­el. Sam­sett mynd

Croque Monsieur með afgangs-jólakalkún að hætti Gabríels

Vista Prenta

Jólakalk­úns Croque Monsie­ur

  • Heim­il­is­brauð, magn eft­ir hversu marg­ar sam­lok­ur þið ætlið að gera.
  • Gróft franskt sinn­ep eft­ir smekk
  • Fersk rifs­ber eft­ir smekk
  • Af­gangs kalk­únn, þunnt skor­inn
  • Feyk­ir ost­ur eft­ir smekk
  • Mour­ney sósa (upp­skrift fyr­ir neðan) 

Aðferð og sam­setn­ing:

  1. Byrjið á því að gera Mour­ney sós­una.
  2. Hitið síðan ofn­inn í 180°C með grillstill­ingu.
  3. Leggið brauðsneiðar á bök­un­ar­plötu og smyrjið all­ar sneiðarn­ar með sinn­ep­inu.
  4. Leggið síðan fjór­ar sneiðar af kalk­ún á ann­an helm­ing­inn af brauðsneiðunum, leggið nokk­ur rifs­ber á líka og rífið yfir gott magni af ost­in­um Feyki.
  5. Gott er að rista brauðsneiðarn­ar í fimm mín­út­ur ósam­sett­ar áður en sós­an fer yfir.
  6. Þannig verður sam­lok­an smá stökk inn í líka.
  7. Þegar sneiðarn­ar með álegg­inu hafa rist­ast í 5 mín­út­ur lokið sam­lok­un­um og setjið mjög gott magn af mour­ney sós­unni yfir alla sam­lok­urn­ar og leyfið helst sós­unni að leka niður hliðarn­ar. að Að lok­um rifið niður meiri ost yfir og bakið í ofn­in­um þangað til ost­ur­inn og sós­an eru orðin gull­brún.
  8. Berið fram strax og njótið.

Mour­ney sósa

  • 35 g smjör
  • 60 g hveiti
  • 500 g mjólk
  • 125 g rif­inn Feyk­ir
  • 1 tsk. lauk­duft
  • 1 tsk. pip­ar
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða smjörið í litl­um pott og bætið síðan hveit­inu og eldið í rúm­ar 2 mín­út­ur.
  2. Bætið næst við mjólk og hrærið vel sam­an á lág­um hita þangað til að bland­an verður silki mjúk. Bætið þá ost­in­um sam­an við og hrærið áfram og kryddið til í lok­in.
  3. Setjið til hliðar þar til sam­lok­una verður sett sam­an.
Fyrst eru brauðsneiðarnar smurðar með sinnepi.
Fyrst eru brauðsneiðarn­ar smurðar með sinn­epi. Ljós­mynd/​Gabrí­el Krist­inn
Síðan er afgangurinn af kalkúninum sneiddur í þunnar sneiðar.
Síðan er af­gang­ur­inn af kalk­ún­in­um sneidd­ur í þunn­ar sneiðar. Ljós­mynd/​Gabrí­el Krist­inn
Síðan er kalkúnasneiðunum raða á brauðsneiðarnar, gott að setja 3-4 …
Síðan er kalk­únasneiðunum raða á brauðsneiðarn­ar, gott að setja 3-4 sneiðar á ann­an brauðhelm­ing­inn. Ljós­mynd/​Gabrí­el Krist­inn
Loks er osturinn rifinn yfir kalkúnasneiðarnar og rifsberjum dreift yfir.
Loks er ost­ur­inn rif­inn yfir kalk­únasneiðarn­ar og rifs­berj­um dreift yfir. Ljós­mynd/​Gabrí­el Krist­inn
Þegar búið er að forgrilla brauðsneiðarnar með álegginum er lag …
Þegar búið er að forgrilla brauðsneiðarn­ar með álegg­in­um er lag að setja lokið á ásamt sós­unni guðdóm­legu og rifn­um osti og sam­lok­urn­ar sett­ar inn í ofn og grillaðar þar til ost­ur­inn verður gull­in­brúnn og fal­leg­ur. Ljós­mynd/​Gabrí­el Krist­inn
Berið síðan samlokurnar fram strax á fallegan hátt og skreytið …
Berið síðan sam­lok­urn­ar fram strax á fal­leg­an hátt og skreytið disk­inn að vild. Einnig má setja af­gangssósu með til að dýfa sam­lok­un­um í. Ljós­mynd/​Gabrí­el Krist­inn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert