Hægeldaðar kalkúnabringur að hætti Húsó

Nemendur í Hússtjórnarskólanum buðu fjölskyldum sínum upp á hátíðarrétti í …
Nemendur í Hússtjórnarskólanum buðu fjölskyldum sínum upp á hátíðarrétti í aðdraganda jóla og þar var kalkúninn í aðalhlutverki. Samsett mynd

Senn líður að ára­mót­um og þá er lag að mat­reiða dýr­ind­is hátíðar­kvöld­verð sem er ekki of mik­il fyr­ir­höfn og all­ir ráða við. Þá er lag að mat­reiða kalk­úna­bring­ur eins og þær ger­ast best­ar. Eins og hefð er fyr­ir á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru birt­ar Húsó-upp­skrift­ir sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu sem við eig­um vona að sjá mikið á skján­um á nýju ári þegar ný þáttaröð hef­ur göngu sína. Þetta sjón­varpsþáttaröðin Húsó sem hef­ur göngu sína á Ný­árs­dag. 

Nemendur göldruðu fram hátíðarborð hlaðið kræsingum fyrir fjölskyldur sínar í …
Nem­end­ur göldruðu fram hátíðar­borð hlaðið kræs­ing­um fyr­ir fjöl­skyld­ur sín­ar í aðdrag­anda jóla. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Einn hópurinn sá um framreiðsluna og hinn að vera í …
Einn hóp­ur­inn sá um fram­reiðsluna og hinn að vera í hlut­verki gest­gjafa með gest­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hátíðarrétt­ir nem­enda í Húsó

Skóla­meist­ar­inn Marta María Arn­ars­dótt­ir af­hjúp­ar hér upp­skrift­un­um að kalk­úna­bring­un­um og fyll­ing­unni sem hafa slegið í gegn í Húsó í ár­anna rás sem nem­end­ur buðu fjöl­skyld­um sín­um í aðdrag­anda jóla. Sann­kallaðir hátíðarrétt­ir Húsó. Með kalk­ún­in­um og sós­unni bera nem­end­ur fram sæta kart­öflumús og waldorfssal­at.

Kalkúnabringa borin fram með ljúffengri fyllingu, sætri kartöflumús og waldorfsalati.
Kalk­úna­bringa bor­in fram með ljúf­fengri fyll­ingu, sætri kart­öflumús og waldorfsal­ati. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hægeldaðar kalkúnabringur að hætti Húsó

Vista Prenta

Hæg­eldaðar kalk­úna­bring­ur

  • 1-1,2 kg kalk­úna­bringa
  • 2 msk. ólífu­olía
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 2 msk. sal­vía
  • 2 msk. kjúk­lingakrydd
  • 4 msk. smjör
  • 250 ml kjúk­linga­soð (soðið vatn + kjúk­linga­ten­ing­ur)

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 90°C, á blæstri.
  2. Kryddið bring­una með salvíu, salti, pip­ar og kjúk­lingakryddi. Steikið kalk­úna­bring­una upp úr smjöri þar til hún er orðin gull­in­brún, hellið smjör­inu yfir bring­una á meðan hún er á pönn­unni.
  3. Setjið bring­una á grind í ofnskúffu eða í eld­fast mót og hellið kjúk­linga­soði í fati, það er gott að hella soðinu einu sinni til tvisvar yfir bring­una á meðan hún er í ofn­in­um.
  4. Eldið við 90°C í eina og hálfa klukku­stund eða þar til kjarn­hit­inn er orðinn 72°C.
  5. Mik­il­vægt að leyfa bring­unni að hvíla í 10 – 15 mín­út­ur áður en hún er bor­in fram.

Fyll­ing

  • 100 g smjör
  • 1 stór lauk­ur
  • 250 g svepp­ir
  • 2 gul­ræt­ur
  • 1 tsk. salt
  • ¼ tsk. pip­ar
  • 2 tsk. sal­vía
  • Örlítið rós­marín
  • ½-1 dl brauðmylsna

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C hita.
  2. Byrjið á því að bræða smjörið í potti.
  3. Saxið lauk­inn frek­ar smátt og látið krauma vel í smjör­inu.
  4. Skerið svepp­ina smátt, rífið gul­ræt­urn­ar og setjið sam­an við lauk­inn, hitið í smá stund og hrærið vel í.
  5. Setjið rest af öllu hrá­efn­inu út í og látið krauma í stutta stund.
  6. Setjið síðan í eld­fast mót og látið bak­ast í um það bil 30 mín­út­ur.
  7. Berið fram með kalk­úna­bring­un­um og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert