Kjúklingabauna-taco með avókadó-límónukremi og chili

Kjúklingabauna-taco með heimagerðu tacokryddi sem steinliggur í handboltapartíinu í næstu …
Kjúklingabauna-taco með heimagerðu tacokryddi sem steinliggur í handboltapartíinu í næstu viku þegar EM-veislan hefst. Ljósmynd/Valla Gröndal

Á mörg­um heim­il­um er mexí­kósk­ur mat­ur vin­sæll og sér­stak­lega þegar kem­ur að taco. Hann er hægt að bjóða upp á í allskon­ar út­gáf­um. Val­gerður Gréta Grön­dal, alla jafna kölluð Valla, sem held­ur úti síðunni Valla Grön­dal, er ein­stak­lega hrif­in af tacorétt­um. Hún seg­ir að mexí­kósk­ur mat­ur vin­sæll á sínu heim­ili og hún sé dug­leg að nota kjúk­linga­baun­ir í staðinn fyr­ir kjöt til að gera gott taco. Síðan er hún líka iðin við að út­búa sitt eigið tacokrydd. Hún gerði til að mynda þetta bragðmikla og góða kjúk­linga­bauna-taco fyr­ir fjöl­skyld­una sem sló í gegn. Það er upp­lagt að prófa þessa út­gáfu næst þegar bjóða skal upp á taco og þetta er líka frá­bær rétt­ur til að bjóða upp á þegar hand­bolta­veisl­an hefst á skján­um í næstu viku. 

Kjúklingabauna-taco með avókadó-límónukremi og chili

Vista Prenta

Kjúk­linga­bauna-taco með avóka­dó-límónukremi og chili

  • 8 litl­ar taco­kök­ur
  • 1 dós kjúk­linga­baun­ir
  • 1 msk. olía
  • 3-4 tsk. heima­gert tacokrydd (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • 3-4 msk. vatn
  • Rifið ferskt rauðkál
  • Rauð paprika skor­in í litla bita
  • Ferskt kórí­and­er
  • Gott snakk sem pass­ar með, t.d. Eat real snakk með chili og lemon

Avóka­dó-límónukrem

  • 1 dós Oatly hafr­ar­jóma­ost­ur
  • Safi úr hálfri límónu
  • ½ þroskað avóka­dó
  • ½ tsk. hvít­lauks­duft
  • ¼ tsk. chili­duft
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Nokkr­ar grein­ar ferskt kórí­and­er

Heima­gert tacokrydd

  • 2 tsk. reykt papriku­duft
  • 1 tsk. hvít­lauks­duft
  • 1 tsk. lauk­duft
  • 1 tsk. cum­in
  • 1 tsk. þurrkað kórí­and­er
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. svart­ur pip­ar
  • ¼ tsk. cayenne pip­ar
  • 1 tsk. maísena mjöl

Aðferð:

  1. Blandið öllu sam­an í box og geymið.

Aðferð kjúk­linga­bauna-taco:

  1. Byrjið á því að blanda sam­an taco krydd­inu, setjið til hliðar.
  2. Útbúið avóka­dó-límónukremið.
  3. Setjið öll inni­halds­efn­in í lít­inn bland­ara og blandið vel.
  4. Hellið vatni af kjúk­linga­baun­un­um og hreinsið hýðið af ef vill en þess þarf þó ekki endi­lega.
  5. Setjið olíu á pönnu og hitið. Hellið kjúk­linga­baun­un­um út á pönn­una og setjið 3-4 tsk. af tacokrydd­inu sam­an við.
  6. Steikið í smá­stund og hellið vatni sam­an við.
  7. Saxið græn­metið og steikið taco­kök­urn­ar á grillpönnu.

Sam­setn­ing:

  1. Setjið avóka­dó-límónukrem fyrst á taco­köku, því næst kjúk­linga­baun­ir, svo græn­meti og endið á snakk­inu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert