Vissir þú þetta um gúrkur?

Gúrkur eru bæði hollar og góðar og búa yfir mörgum …
Gúrkur eru bæði hollar og góðar og búa yfir mörgum eiginleikum sem eru góðir fyrir líkama og sál. Samsett mynd

Gúrk­ur eru holl­ar og góðar og full­komn­ar sem milli­mál. Það er hægt að nota gúrk­ur í svo margt og svo er líka hag­kvæmt að kaupa inn gúrk­ur. Þær eru góðar í nest­is­boxið, í heilsu­drykk­inn, ofan á frækexið, í sal­atið, sem meðlæti með alls kon­ar rétt­um og kræs­ing­um.

Gúrk­ur búa yfir þess­um eig­in­leik­um sem eru góðir fyr­ir lík­ama og sál:

  • Gúrk­ur eru vatns­los­andi og geta því minnkað bjúg og bólg­ur.
  • Gúrk­ur eru hita­ein­ingasnauðar, ein­ung­is 12 hita­ein­ing­ar í 100 g.
  • Gúrk­ur inni­halda silica sem er afar gott fyr­ir húð og negl­ur.
  • Gúrk­ur eru góðar við andremmu og hreins­andi fyr­ir tann­holdið.
  • Gúrk­ur inni­halda flest af þeim víta­mín­um sem við þurf­um dag­lega.
  • Gúrk­ur eru frá­bært milli­mál.

Gúrka með humarsal­ati og kota­sælu

Vert er að láta eina upp­skrift fylgja með þar sem gúrk­an er í aðal­hlut­verki. Kem­ur hún úr smiðju Ylfu Helga­dótt­ur og er gerð fyr­ir upp­skrifta­vef Sölu­fé­lags garðyrkju­manna. Heim­ild­ir um eig­in­leika gúrk­unn­ar er ein­mitt að finna þar. Hér er á ferðinni upp­skrift að gúrku með humarsal­ati og kota­sælu sem er full­kom­in blanda og góð nær­ing. 

Vissir þú þetta um gúrkur?

Vista Prenta

Gúrka með humarsal­ati og kota­sælu

  • 1 gúrka
  • 100 g hum­ar
  • 3 msk. kota­sæla
  • 2 msk. maj­ónes
  • 1-2 msk. saxaðar kryd­d­jurtir t.d. kórí­and­er eða graslauk­ur
  • Hnífsodd­ur salt og smá pip­ar
  • Sítr­ónura­sp­ur af einni sítr­ónu

Aðferð:

  1. Skerið gúrkuna langs­um og hreinsið kjarnann út. Best er að nota skeið við það.
  2. Skerið humarinn smátt og setjið í skál ásamt kota­sælu, maj­ónesi, salti og pip­ar, kryd­d­jurt­um og sítr­ónura­spi.
  3. Raðið salatinu í miðja gúrk­una þar sem kjarn­inn var áður og setjið gúrkuna inn í ofn og grillið eða grillið á grilli.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert