Graflax með spínatrönd í anda sjöunda áratugarins

Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum deilir með lesendum Húsó-uppskrift …
Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum deilir með lesendum Húsó-uppskrift að graflaxi með spínatrönd. Samsett mynd

Einn af föst­um liðum á mat­ar­vefn­um á nýliðnu ári hafa verið Húsó-upp­skrift­irn­ar á laug­ar­dags­morgn­um og svo verður áfram á nýju ári enda hafa upp­skrift­irn­ar slegið í gegn hjá les­end­um. Upp­skrift­irn­ar koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu en þar eru mörg leynd­ar­mál geymd sem snúa að mat­ar­gerð og bakstri.

Skóla­meist­ar­inn Marta María Arn­ars­dótt­ir deil­ir nú með les­end­um upp­skrift að graflaxi sem bor­inn er fram með ristuðu brauði, smjöri, spínatrönd og sinn­epssósu eða graflaxsósu að hætti Húsó sem má segja að sé í anda sjö­unda ára­tug­ar­ins.

Graflax með spínatrönd borin fram með ristabrauði, sinnepssósu og/eða graflaxsósu …
Graflax með spínatrönd bor­in fram með rista­brauði, sinn­epssósu og/​eða graflaxsósu í anda sjö­unda­ára­tug­ar­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Graflax með spínatrönd í anda sjöunda áratugarins

Vista Prenta

Graflax

  • 8 punda lax, flakaður, þveg­inn og þurrkaður
  • 6 msk. krydd­blanda, sjá upp­skrift fyr­ir neðan

Aðferð:

  1. Byrjið á því að flaka lax­inn, þvoið hann og þurrkið.
  2. Leggið flök­in á bakka, roðin niður.
  3. Stráið krydd­inu yfir flök­in, u.þ.b. 3 mat­skeiðar á hvort flak.
  4. Leggið annað flakið ofan á hitt og látið sár­in snúa sam­an.
  5. Látið lax­inn liggja í kæli í 14-15 klukku­stund­ir og snúið hon­um einu sinni.

Krydd­blanda á lax­inn

  • 3 msk. gróft salt
  • ½ tsk. lauk­duft
  • ½ tsk. pip­ar
  • 1 tsk. fenn­el
  • (1 ½ msk syk­ur/​púður­syk­ur)
  • 2 búnt dill (ferskt) eða 3-4 msk. duft
  • 1 tsk. salt­pét­ur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í skál og hrærið vel sam­an.

Sinn­epssósa með graflaxi

  • 1 dós sýrður rjómi (eða 250 g maj­ónes)
  • 1 msk. sætt sinn­ep
  • 1 msk. dijon sinn­ep
  • 1-2 msk. hun­ang
  • 1 msk. dill
  • 1 tsk. púður­syk­ur
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Öllu hrært sam­an í skál og bragðbætt eft­ir smekk.

Spínatrönd

  • 2 pk. frosið spínat (eða 800 g nýtt)
  • 5 dl vatn
  • 5 dl rjómi
  • 2 pk. fiski­hlaup (Toro)
  • 1 ten­ing­ur kjúk­lingakraft­ur

Aðferð:

  1. Sjóðið spínatið í litlu vatni sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka.
  2. Hellið á sigti, skolið úr köldu vatni og kreistið allt vatn úr því.
  3. Saxið spínatið.
  4. Hitið vatn og rjóma og leysið hlaup­duftið upp í því ásamt ten­ingn­um, blandið spínatinu út í og smakkið til með hvít­um pip­ar.
  5. Setjið í mót og kælið.
  6. Berið síðan dýrðina fram með ristuðu brauði, smjöri, spínatrönd og sinn­epssósu eða graflaxsósu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert