Ferskt og gott sjávarréttasalat að hætti Húsó

Guðdómlegt sjávarréttasalat með humri, rækjum og melónum í forgrunni.
Guðdómlegt sjávarréttasalat með humri, rækjum og melónum í forgrunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og hefð er fyr­ir á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vef mbl.is þá er það Húsó-upp­skrift úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu en þar eru mörg leynd­ar­mál geymd sem snúa að mat­ar­gerð og bakstri. Að þessu sinni deil­ir skóla­meist­ar­inn Marta María Arn­ars­dótt­ir upp­skrift að fersku og bragðgóðu sjáv­ar­rétta­sal­at og sinn­epssósu sem par­ast ljóm­andi vel með sal­at­inu. Þegar nem­end­ur buðu fjöl­skyld­um sín­um til kvöld­verðar fyr­ir jól­in var þetta sal­at meðal ann­ars á boðstól­um á for­rétta­hlaðborðinu og naut mik­illa vin­sælda.

Ferskt og gott sjávarréttasalat að hætti Húsó

Vista Prenta

Sjáv­ar­rétta­sal­at Húsó með sinn­epssósu

  • 300 g humar­hal­ar
  • 300 g stór­ar rækj­ur, afþýdd­ar
  • Smjör eft­ir smekk
  • 1-2 litl­ir hvít­lauk­ar, saxaðir
  • 1 rautt chilli, skerið smátt
  • 1 mangó
  • 1/​2 hun­angs­mel­óna
  • ¼ kan­talópu­mel­óna
  • Sal­at­blöð
  • Fersk stein­selja, söxuð

Aðferð:

  1. Byrjið á því að kúla mel­ón­una með par­ís­ar­járni, búa til litl­ar kúl­ur úr mel­ón­unni.
  2. Skerið mangó í bita.
  3. Snögg­steikið humar­inn í smjöri með hvít­lauk og chili.
  4. Setjið sal­at­blöðin sett í skál/​fat.
  5. Blandið mel­ón­um, mangó, rækj­um og hum­ar blandað var­lega og sett á sal­at­beðið.
  6. Söxuð stein­selja sett yfir.
  7. Berið sal­atið fram með sinn­epssós­unni (sjá upp­skrift hér fyr­ir neðan).

Sósa

  • 1 dl ólífu­olía
  • 3 tsk. sætt sinn­ep
  • 2 msk. glært hun­ang
  • 1 tsk. rif­in engi­fer­rót
  • 1 msk. saxaður graslauk­ur
  • 1 tsk. edik
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið í skál og hrærið vel sam­an.
  2. Geymið í kæli fyr­ir notk­un.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert