Hafið þið séð þorrabakkann hennar Evu Laufeyjar?

Eva Laufey Kjaran er búin að nútímavæða þorrabakkann með glæsilegri …
Eva Laufey Kjaran er búin að nútímavæða þorrabakkann með glæsilegri útkomu. Samsett mynd

Eva Lauf­ey Kjaran markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups er mik­ill sæl­keri og elsk­ar fátt meira en að töfra fram girni­leg­ar kræs­ing­ar. Nú er þorr­inn er hand­an við hornið og Eva Lauf­ey gerði sér lítið fyr­ir og er búin að nú­tíma­væða þorra­bakk­ann.

Nútímalegi þorrabakkinn hennar Evu Laufeyjar lítur ómótstæðilega vel út og …
Nú­tíma­legi þorra­bakk­inn henn­ar Evu Lauf­eyj­ar lít­ur ómót­stæðilega vel út og kær­komið að sjá smá ferskt og grænt á bakk­an­um. Ljós­mynd/​Eva Lauf­ey

Ekta ís­lensk­ar lumm­ur og osta­sal­at

Nú­tíma­legi þorra­bakk­inn henn­ar Evu Lauf­eyj­ar er ómót­stæðilega girni­leg­ur með sæl­kerakræs­ing­um. Á bakk­an­um er hið klass­íski þorramat­ur ásamt ekta ís­lensk­um lumm­um sem stein­liggja með þorrakræs­ing­un­um og dýr­ind­is osta­sal­at. Girni­leg róf­ustappa og kart­öflumús prýða einnig bakk­ann. Eva Lauf­ey skreyt­ir síðan bakk­ann með sal­at­blöðum og ferskri stein­selju sem sett­ur punkt­inn yfir i-ið. Ef ykk­ur lang­ar að slá í gegn á næsta þorra­blóti eða koma bónd­an­um á óvart á bónda­dag­inn þá er vel hægt að mæla með þess­um nú­tíma­lega þorra­bakka, hann á eft­ir að slá í gegn.

Íslensku lummurnar lokka að.
Íslensku lumm­urn­ar lokka að. Ljós­mynd/​Eva Lauf­ey
Súrmaturinn fær að halda sér ásamt heimalagðri rófustöppu og fleira …
Súrmat­ur­inn fær að halda sér ásamt heima­lagðri róf­u­stöppu og fleira góðgæti. Ljós­mynd/​Eva Layu­f­ey
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert