Taco veisla Ellu Stínu

Ella Stína býður fjölskyldunni oft upp á taco veislu á …
Ella Stína býður fjölskyldunni oft upp á taco veislu á föstudagskvöldum. Samsett mynd

Hér er á ferðin upp­skrift af ljúf­fengu taco með veg­an kjúk­linga­bit­um sem kem­ur úr smiðju El­ín­ar Krist­ínu Guðmunds­dótt­ur sem þekkt er und­ir nafn­inu Ella Stína en hún er með sitt eigið fyr­ir­tæki sem ber heitið Ella Stína og sín­ar eig­in veg­an vör­ur.

Ella Stína held­ur gjarn­an taco veislu fyr­ir fjöl­skyld­una um helg­ar og þetta er henn­ar upp­á­halds­sam­setn­ing með veg­an kjúk­linga­bit­un­um. Hún not­ar bit­ana sem prótein í taco-ið. Svo má auðvitað setja hvað sem er í taco-ið og hver og einn get­ur valið sitt upp­á­halds meðlæti.

Girnilegt taco hjá Ellu Stínu.
Girni­legt taco hjá Ellu Stínu. Ljós­mynd/​Ella Stína

Taco að hætti Ellu Stínu

Fyr­ir 4-5

  • 3 pk. kjúk­linga­bit­ar frá Ellu Stínu (veg­an)

Meðlæti

  • 1 stk. granatepla­fræ, sett í ská
  • 1 pk. El Taco Truck snakk
  • 1-2 pk. Nano Prótein Taco-vefj­ur
  • Ferskt sal­at að eig­in vali.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að gera tóm­ata­salsa og guaca­mole og geymið í kæli þar til bera skal mat­inn á borð (sjá upp­skrift­ir hér fyr­ir neðan).
  2. Takið veg­an kjúk­linga­bit­ana og setjið annað hvort í air­frayer eða bak­arofn og hitið í um það bil 10 mín­út­ur á 180°C hita.
  3. Skerið niður granateplið og skafið fræ­in úr og setjið í skál til að hafa sem meðlæti ofan á taco-ið.
  4. Setjið nachos í skál og sal­at í skál.
  5. Þegar veg­an kjúk­linga­bitarn­ir eru til­bún­ir takið þá skál­arn­ar með tóm­at­salsa og guaca­mole og berið fram á borð.

Sam­setn­ing:

  1. Raðið veg­an júk­linga­bit­un­um á pönnu­kök­una og því sem þið kjósið að vel með af meðlæt­inu og dress­ing­um og rúllið upp og njótið þess að borða ljúf­fenga veg­an vefju.

Tóm­at­salsa

  • 2-3 stk. tóm­at­ar ( Ellu Stína not­ar tóm­ata frá Friðheim­um)
  • ½ - 1 rauðlauk­ur
  • 1 stk. safi úr límónu
  • Salt eft­ir smekk
  • Hand­fylli ferskt kórí­and­er, saxað smátt 

Aðferð:

  1. Allt hrá­efnið sett sam­an í skál og hrært vel sam­an.
  2. Geymið í kæli fyr­ir notk­un. 

Guaca­mole

  • 3 stk. avóka­dó, stappað
  • 1 stk. skalot­lauk­ur.
  • 3 msk. sýrður rjómi frá Qatly Imat Fraiche (í svörtu umbúðunum)
  • Salt eft­ir
  • ½ safi úr límónu

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í skál og hrærið vel sam­an.
  2. Geymið í kæli fyr­ir notk­un.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert