Rófustappan er ómissandi með þorramatnum og svo hún er meinholl, stútfull af C-vítamíni.
Ljósmynd/Kristín Linda Sveinsdóttir
Nú er þorrinn genginn í garð með öllu tilheyrandi og þorramaturinn er víða á borðum. Meðlætið með þorramatnum skiptir sköpun og eitt af því sem er ómissandi með þorramatnum er heimalöguð rófustappa. Ljúffeng og góð rófustappa gerir þorramatinn en betri. Rófustappan gefur sætt og milt bragð auk þess sem hún er troðfull af C-vítamíni.
Rófustappan er ómissandi með þorramatnum
Rófustappa
- 1 kg rófur
- 65 g sykur (má sleppa)
- 4 g vatn
- 20 g smjör
Aðferð:
- Flysjið rófurnar og skerið í bita.
- Sjóðið rófurnar í vatni í um 30 – 40 mínútur eða þar til þær eru orðnar vel mjúkar.
- Hellið vatninu frá og setjið rófurnar í matvinnsluvél, líka hægt að stappa vel með gaffli eða kartöflustappara.
- Bætið saman við sykri, ef vill, salti og smjöri. Alveg frjálst hvort þið viljið sykur eiður ei.
- Hrærið vel saman.