Rófustappan er ómissandi með þorramatnum

Rófustappan er ómissandi með þorramatnum og svo hún er meinholl, …
Rófustappan er ómissandi með þorramatnum og svo hún er meinholl, stútfull af C-vítamíni. Ljósmynd/Kristín Linda Sveinsdóttir

Nú er þorr­inn geng­inn í garð með öllu til­heyr­andi og þorramat­ur­inn er víða á borðum. Meðlætið með þorramatn­um skipt­ir sköp­un og eitt af því sem er ómiss­andi með þorramatn­um er heima­löguð róf­ustappa. Ljúf­feng og góð róf­ustappa ger­ir þorramat­inn en betri. Róf­ustapp­an gef­ur sætt og milt bragð auk þess sem hún er troðfull af C-víta­míni.

Rófustappan er ómissandi með þorramatnum

Vista Prenta

Róf­ustappa

  • 1 kg róf­ur
  • 65 g syk­ur (má sleppa)
  • 4 g vatn
  • 20 g smjör

Aðferð:

  1. Flysjið róf­urn­ar og skerið í bita.
  2. Sjóðið róf­urn­ar í vatni í um 30 – 40 mín­út­ur eða þar til þær eru orðnar vel mjúk­ar.
  3. Hellið vatn­inu frá og setjið róf­urn­ar í mat­vinnslu­vél, líka hægt að stappa vel með gaffli eða kart­öflustapp­ara.
  4. Bætið sam­an við sykri, ef vill, salti og smjöri. Al­veg frjálst hvort þið viljið syk­ur eiður ei.
  5. Hrærið vel sam­an.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert