Tilfinningalegt samband okkar við mat

Margrét Leifsdóttir heilsumarkþjálfi og arkitekt fjallar um tilfinningalegt samband okkar …
Margrét Leifsdóttir heilsumarkþjálfi og arkitekt fjallar um tilfinningalegt samband okkar við mat. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mar­grét Leifs­dótt­ir heil­su­markþjálfi og arki­tekt, ávallt er kölluð Magga Leifs, not­ar sína styrk­leika og gef­ur af sér til að ná mark­miðum sín­um sem er að lifa áreynslu­lausu, heilsu­sam­legu og ánægju­legu lífi. Hún hef­ur haldið fjölda heilsu­nám­skeiða og fyr­ir­lestra um mataræði og heil­brigðan lífs­stíl. Hér eru hug­leiðing­ar Mar­grét­ar um til­finn­inga­legt sam­band okk­ar við mat sem eru afar áhuga­verðar og vert að staldra við og lesa.

Við vit­um - en samt ger­um við ekki

Við vit­um öll hvað við eig­um að borða þannig að okk­ur líði vel. Við vit­um líka al­veg hvernig við eig­um að hegða okk­ur þannig að okk­ur líði vel. Samt geng­ur okk­ur oft svo illa að fara eft­ir því sem við vit­um.

Af hverju?

Af því að við erum til­finn­inga­ver­ur og það er fullt af til­finn­ing­um sem okk­ur þykja óþægi­leg­ar og okk­ur lang­ar ekki að finna fyr­ir. Sem dæmi; höfn­un, minni­mátt­ar­kennd, reiði, af­brýðisemi og ótti. Síðan er fullt af já­kvæðum til­finn­ing­um sem við elsk­um að finna fyr­ir eins og gleði, sig­ur­víma, ást, vænt­umþykja og fleiri. Við not­um mat til að deyfa „nei­kvæðar“ til­finn­ing­ar eða auka „já­kvæðar“ til­finn­ing­ar. 

Ef þú hugs­ar um það þá er mat­ur líka mjög fé­lags­legt fyr­ir­bæri og þegar við kom­um sam­an til að gleðjast þá er mat­ur oft í lyk­il­hlut­verki. Enda mjög gam­an að hitt­ast og borða góðan mat sam­an. En hvað ger­ist þegar við upp­götv­um að við erum of oft að nota mat til að deyfa „nei­kvæðar“ og „já­kvæðar“ til­finn­ing­ar? Er þá skyn­sem­in ekki leng­ur við völd? Hafa mögu­lega til­finn­ing­ar okk­ar tekið yfir og stjórna því sem við borðum?

Gæti verið að það sé aðalástæða þess að það er erfitt að fara eft­ir því sem við vit­um að er gott fyr­ir okk­ur?

Hvort sem okk­ur lík­ar bet­ur eða verr þá hef­ur það sem við sting­um gaffl­in­um í, gríðarlega mik­il áhrif á líðan okk­ar bæði and­lega og lík­am­lega. Melt­ing­ar­veg­ur­inn send­ir mis­mun­andi skila­boð til heil­ans eft­ir því hvað lend­ir í smáþörm­un­um.

Hvað er til ráða ef við vilj­um minnka stjórn­semi til­finn­ing­anna?

Fyrsta skrefið er að veita at­hygli. Við get­um spurt okk­ur, á það við hjá mér að deyfa oft til­finn­ing­ar með mat sem ég veit að ger­ir mér ekki gott. Held ég oft á upp­á­halds­súkkulaðinu mínu og hugsa, „þú ert alltaf til staðar fyr­ir mig!“?

Ég geri það sjálf, en ekki oft og þegar ég geri það, þá geri ég það oft­ast meðvitað. Ég geri mér  grein fyr­ir því að ég er annað hvort að deyfa ákveðna „nei­kvæða“ til­finn­ingu eða auka „já­kvæða“ til­finn­ingu. Hvað ef við gæt­um borðað og hagað okk­ur í 80% til­fella þannig að við vær­um að gera lík­am­an­um gott og 20 % þar sem við erum að nota mat til að deyfa eða auka til­finn­ing­ar með mat eða drykk sem við vit­um að ger­ir okk­ur ekki gott? (Tek það fram að það er mjög mik­il­vægt að njóta 20 pró­sent­anna í botn án alls sam­visku­bits). Gæti það verið ásætt­an­leg mála­miðlun sem myndi halda okk­ur í góðu formi án þess að okk­ur finn­ist við vera að missa af „öllu því góða“ sem lífið hef­ur upp á að bjóða?

Þurf­um að rann­saka hvaða nær­ing ger­ir okk­ur gott

En þá þurf­um við líka að rann­saka hvaða nær­ing ger­ir okk­ur gott og hvaða nær­ing ger­ir okk­ur ekki eins gott. Ég held að við vit­um það í meg­in­at­riðum en stund­um þarf að rann­saka nán­ar og stund­um þurf­um við líka að finna mun­inn, þegar við nær­um okk­ur á þann hátt að lík­am­inn elski okk­ur til baka. Því ef við fáum verðlaun í formi mun betri líðan, þá er miklu auðveld­ara að leggja á sig að breyta venj­um sín­um.

Ein leið er að finna fyr­ir betri líðan og finna út hvað er rétta mataræðið fyr­ir þig, er að taka 10 daga hreint mataræði, þar sem þú nær­ir þig ein­göngu á mat sem ger­ir okk­ur gott. Þá eru al­geng­ir of­næm­is- og óþolsvald­ar tekn­ir út og áhersla lögð á mat með einni inni­halds­lýs­ingu. 10 daga hreint mataræði reyn­ir á því þá erum við tíma­bundið að taka út flest­an þann mat sem við not­um til að deyfa eða lyfta til­finn­ing­um okk­ar. Þá neyðumst við til að sýna til­finn­inga­hug­rekki og leyfa okk­ur að upp­lifa nei­kvæðar til­finn­ing­ar og veita þeim at­hygli.

Til­finn­ing­ar geta verið dá­lítið eins og lít­il börn, þær vilja fá at­hygli. Ef þær fá ekki at­hygli, þá hafa þær til­hneig­ingu til að hækka róm­inn, stækka, láta okk­ur bara ekki í friði. En ef við veit­um þeim at­hygli og segj­um „já ég heyri hvað þú seg­ir, en ég hef bara ekki al­veg tíma til að tala við þig núna“ Þá hafa þær til­hneig­ingu til að leys­ast upp.

What we res­ist, pers­ists“ er til­vitn­un í sviss­neska geðlækn­inn Carl Jung (1875-1961). Því meira viðnám sem við veit­um hugs­un­um okk­ar þeim mun meira fáum við af þeim. Þegar við upp­götv­um á hvaða hátt til­finn­ing­ar okk­ar tengj­ast matn­um sem við borðum, þá geng­ur okk­ur bet­ur að feta hinn gullna meðal­veg í góðri heilsu og fara eft­ir því sem við vit­um innst inni. 

6+ 10 daga hreint mataræði

Vert er að geta þess að fram und­an er nám­skeið sem heit­ir 6+10 daga hreint mataræði sem geng­ur út á að taka 6 daga í und­ir­bún­ing sam­an og taka svo 10 daga á hreinu mataræði, sem Mar­grét stend­ur fyr­ir. Á nám­skeiðinu rann­sak­ar þú hvaða mat­ur fer vel í þig og þannig get­ur þú hannað þitt per­sónu­lega mataræði í kjöl­farið. Þú rann­sak­ar líka hvernig til­finn­inga­sam­band þú átt við mat og færð stuðning til að breyta því til hins betra. Sjá frek­ari upp­lýs­ing­ar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert