Gómsæt nautatunga með piparrótarsósu

Nautatunga með piparrótarsósu er sannkallaður veislumatur og ljúft að njóta.
Nautatunga með piparrótarsósu er sannkallaður veislumatur og ljúft að njóta. Ljósmynd/Sjöfn

Soðin reykt eða söltuð nautatunga er sannkallaður veislumatur og ein af mínu uppáhalds. Allra best finnst mér að nota hana sem lúxus álegg á blinis eða nýbakaðar flatkökur með piparrótarsósu. Þegar boðið er í þorrablót er upplagt að bjóða upp á þessa veislumáltíð fyrir þá vandlátu. Þeir sem ekki borða súrsaðan þorramat geta þá gædd sér á nautatungu með piparrótarsósu í staðinn. Þá er hægt að velja að vera með flatkökur, blinis, ristað brauð eða snittubrauð sem er skorið og borið fram á fallegan hátt. 

Nautatunga er skorin í þunnar sneiðar þegar búið er að …
Nautatunga er skorin í þunnar sneiðar þegar búið er að sjóða hana og kæla. Ljósmynd/Sjöfn
Piparrótarsósan er ótrúlega bragðgóð og það þarf einungis tvö hráefni …
Piparrótarsósan er ótrúlega bragðgóð og það þarf einungis tvö hráefni í sósuna. Ljósmynd/Sjöfn

Nautatunga borin fram með piparrótarsósu

  • 600 -800 g nautatunga, reykt eða söltuð
  • 2 lárviðarlauf
  • Nokkrar ferskar timian greinar
  • Kalt vatn

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skola tunguna úr köldu vatni og setjið hana í pott með nokkrum timian greinar, lárviðarlaufum og kryddið aðeins með ferskum, nýmöluðum pipar.
  2. Bætið síðan við köldu vatni og látið fljóta yfir tunguna.
  3. Hitið að suðu og látið malla undir loki við mjög vægan hita í um það bil tvo tíma, ef hún er þyngri þá lengja suðutímann.
  4. Þið getið prófa hvort tungan er fullsoðin með því að stinga prjóni í hana; ef hann rennur í gegnum hana nánast eins og smjör er hún tilbúin.
  5. Takið síðan tunguna upp úr vatninu/soðinu látið hana kólna í um það bil tíu til fimmtán mínútur eða lengur þar til hægt var að taka á þeim og flá þær.
  6. Skinnið getur verið örlítið fast á hliðunum og þar sem það er þynnst og þá þarf stundum hníf til að losa það en þar sem það er þykkara er yfirleitt hægt að fletta því af.
  7. Skerið síðan tunguna í þunnar sneiðar og raðið fallega á disk.
  8. Berið nautatunguna fram með piparrótarsósu, sjá uppskrift hér fyrir neðan, ásamt blinis og/eða ristuðu brauði að eigin vali skorið í þríhyrninga og/eða nýbökuðum flatkökum að betri gerðinni.

Piparrótarsósa

  • 1 dós sýrður rjómi 18%
  • 1 pk. piparrót í maukformi 

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra sýrða rjómann þar til hann verður silkimjúkur.
  2. Setjið síðan piparrótina út í sýrða rjómann og hrærið vel með gaffli þar til sósan verður kekkjalaus með fallegri áferð.
  3. Berið fram með nautatungunni.
Með nautatungunni er upplagt að bjóða upp á blinis, flatkökur …
Með nautatungunni er upplagt að bjóða upp á blinis, flatkökur eða ristað brauð. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka