Gratínerað gnocchi með hakki og ostasósu

Ljúffengt gratínerað gnocchi með hakki og ostasósu.
Ljúffengt gratínerað gnocchi með hakki og ostasósu. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Þessi guðdóm­legi rétt­ur á vel við í miðri viku fyr­ir alla fjöl­skyld­una meðan vet­ur kon­ung­ur læt­ur í sér heyra. Huggu­leg­ur heim­il­is­mat­ur eins og hann ger­ist best­ur. Það má auðvitað nota hvaða pasta sem er í rétt­inn en litl­ir fersk­ir dún­mjúk­ir gnocchi kodd­ar taka þetta samt upp á annað stig. Heiður­inn af þess­ari upp­skrift á Helena Gunn­ars­dótt­ir upp­skrifta­höf­und­ur en upp­skrift­ina gerði hún fyr­ir upp­skrift­asíðuna Gott í mat­inn. 

Gratínerað gnocchi með hakki og ostasósu

Vista Prenta

Gratín­erað gnocchi með hakki og ostasósu

  • 500 g nauta­hakk
  • 1 stk. lauk­ur
  • 2 stk. hvít­lauksrif
  • 2 msk. tóm­at­pa­ste
  • 1 dós hakkaðir tóm­at­ar
  • 1 dl vatn
  • 1 stk. nauta­ten­ing­ur eða 1 tsk. nautakraft­ur
  • 1 tsk. or­eg­anó
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 500 ferskt gnocchi

Ostasósa

  • 200 g kota­sæla
  • 200 g rjóma­ost­ur með graslauk og lauk frá MS
  • 1 pk. 4 osta blanda frá Gott í mat­inn
  • Smá pip­ar 

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 220°C með blæstri.
  2. Steikið hakkið á pönnu þar til brúnað. Bætið smátt söxuðum lauk á pönn­una ásamt hvít­lauk. Kryddið með salti og pip­ar og steikið aðeins áfram.
  3. Bætið tóm­at­pa­ste á pönn­una ásamt hökkuðum tómöt­um. Skolið dós­ina að inn­an með 1 dl af vatni og bætið á pönn­una.
  4. Kryddið með nautakrafti, or­eg­anó og saltið og piprið eft­ir smekk.
  5. Leyfið að malla í 15 mín­út­ur við væg­an/​meðal­hita þannig að sós­an þykkni aðeins.
  6. Hrærið sam­an kota­sælu, rjóma­osti og hálf­um poka af 4 osta blöndu.
  7. Kryddið með smá pip­ar og setjið til hliðar.
  8. Sjóðið pastað eft­ir leiðbein­ing­um á pakka og bætið því svo út á pönn­una og blandið sam­an við hakksós­una.
  9. Setjið væn­ar skeiðar af ostasós­unni svo ofan á hakkið og pastað og toppið loks með rest­inni af rifna ost­in­um.
  10. Bakið í ofni í 5-10 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er gull­in­brúnn.
  11. Það get­ur verið gott að hita grillið í ofn­in­um síðustu mín­út­urn­ar til að fá extra stökk­an ost.
  12. Berið fram með fersku sal­ati ef vill og ný­bökuðu brauði. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert