Íslenska kokkalandsliðið á leið út á Ólympíuleikanna

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ólymp­íu­leikarn­ir mat­reiðslu fara fram í Stutt­g­art í Þýskalandi, dag­ana 2. til 7. fe­brú­ar næst­kom­andi og munu fær­ustu mat­reiðslu­menn heims keppa um stærstu verðlaun keppn­ismat­reiðslu. Mikl­ar ann­ir hafa verið hjá ís­lenska kokka­landsliðinu síðastliðna mánuði en það hef­ur æft stíft í tengsl­um við keppnina. Æfing­arnar ru fram aðra hverja viku, þrjá til fjóra daga í senn þar sem hver æf­ing var um tíu til fjór­tán klukku­stund­ir hvorki meira né minna.

    Ekk­ert annað en verðlauna­sæti kem­ur til greina

    Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir yfir­kokk­ur á Ion Advent­ure og landsliðsþjálf­ari kokka­landsliðsins er stór­huga með ákveðin mark­mið og seg­ir ekk­ert annað en verðlauna­sæti koma til greina. Íslenska kokka­landsliðið sam­an­stend­ur af reynslu­miklu keppn­is­fólki og ein­stak­ling­um sem flest eru að fara að keppa á sínu fyrsta stór­móti. Snæ­dís er mik­ill reynslu­bolti á þessu sviði, hún verið tengd landsliðinu síðan árið 2016 og var í landsliðshópn­um sem náði þriðja sæti á síðustu Ólymp­íu­leik­um, ásamt því meðal ann­ars að keppa í Kokk­ur árs­ins, standa uppi sem sig­ur­veg­ari í Eft­ir­rétt­ur árs­ins 2018 og vinna Artic Chef keppn­ina á Ak­ur­eyri á þessu ári.

    Íslenska kokkalandsliðið 2024 er á Ólympíuleikana í Stuttgart og ætla …
    Íslenska kokka­landsliðið 2024 er á Ólymp­íu­leik­ana í Stutt­g­art og ætla sér að fara alla leið. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

    Landsliðið kepp­ir í tveim­ur grein­um

    Ólymp­íu­leik­arn­ir verða sett­ir laug­ar­dag­inn 3. fe­brú­ar næst­kom­andi og ís­lenska kokka­landsliðið mun keppa í tveim­ur grein­um. Fyrri keppn­is­grein­in er „Chef´s table“, tólf manna 11 rétta mat­seðill og í hinni grein­inni þarf liðið að af­greiða þriggja rétta mat­seðil fyr­ir 110 manns en þetta hef­ur liðið æft í all­an vet­ur með framúrsk­ar­andi ár­angri.

    Snæ­dís kom í spjall á mat­ar­vefn­um þar sem púls­inn á landsliðinu var tek­inn fyr­ir kom­andi stór­mót.

    Hvernig hafa æf­ing­arn­ar og und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir Ólymp­íu­leik­ana gengið í vet­ur hjá liðinu?

    „Æfing­arn­ar hafa gengið vel, ferlið er alltaf upp og niður í þróun sem er eðli­legt,“ seg­ir Snæ­dís.

    Hversu marg­ir æf­inga­kvöld­verðir voru tekn­ir fyr­ir keppn­is­ferðina að þessu sinni?

    „Alls hafa verið 23 tímaæf­ing­ar hafa verið yfir allt tíma­bilið, bæði með Restaurant of Nati­ons og Chef Table tímaæf­ing­um.“

    Hvað stend­ur upp úr eft­ir all­an und­ir­bún­ing­inn?

    „Hönn­un­ar­ferlið á leirtaui stend­ur upp úr, sem og liðið. Ótrú­lega gam­an að sjá hvað all­ir eru vel upp­lagðir í verk­efnið og til­bún­ir að fara alla leið. Svo má ekki gleyma um­gjörðinni og þátt­töku aðstoðarmann­anna sem hef­ur verið ómet­an­leg.“

    Með bar­áttu­and­ann að vopni

    Hvernig er stemn­ing­in í mann­skapn­um?

    „Hún er al­veg geggjuð, það er eitt­hvað í loft­inu. Frá­bær andi í hópn­um, all­ir klár­ir og spennt­ir á að fara út og gefa sig alla í verk­efnið. Liðsheild­in er góð og all­ir eru með sama mark­mið, með gleðina og bar­áttu­and­ann að vopni.“

    Nú er þið á leið út á föstu­dag­inn og keppn­in?

    „Ekki spurn­ing, við horf­um bara á pall­inn, það er eina sem við ger­um. Spenn­an er í há­marki og við bíðum öll eft­ir að sýna hvað í okk­ur býr.“

    Er stór hóp­ur sem mun fylgja ykk­ur út og hvetja til dáða?

    „Það eru rosa­lega marg­ir að koma út að fylgj­ast með keppn­inni, hátt í 30 manns. Aldrei áður hafa jafn marg­ir sem hafa fylgt liðinu sem er ótrú­lega skemmti­legt og gef­ur okk­ur extra kraft til að ná þeim ár­angri sem við höf­um sett okk­ur. Maður kemst aldrei einn á topp­inn, allt þetta teymi sem hef­ur staðið að bak við okk­ur á stór­an hlut í því sem koma skal,“ seg­ir Snæ­dís.

    Landsliðið sam­an stend­ur af eft­ir­far­andi mat­reiðslu­mönn­um ásamt landsliðsþjálf­ar­an­um Snæ­dísi: 

    Ísaki Aroni Jó­hanns­syni fyr­irliða en hann starfar hjá Zak veit­ing­um og hef­ur mikla keppn­is­reynslu. Hann hef­ur verið í landsliðshópn­um síðan 2019. Hann bar sig­ur úr být­um í keppn­inni um eft­ir­rétt árs­ins 2022 og varð í fjórða sæti í keppn­inni um kokk árs­ins sama ár.

    Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er landsliðsþjálfari kokkalandsliðsins og er stórhuga …
    Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir er landsliðsþjálf­ari kokka­landsliðsins og er stór­huga með ákveðin mark­mið og seg­ir ekk­ert annað en verðlauna­sæti koma til greina. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

    Bjarka Snæ Þor­steins­syni hjá Lux veit­ing­ar. Bjarki hef­ur tekið þátt í keppn­un­um um eft­ir­rétt árs­ins, Mat­reiðslu­nemi árs­ins og Nordic Green Chef.

    Ísak Aron Jóhannsson er fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins.
    Ísak Aron Jó­hanns­son er fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

    Erlu Þóru Berg­mann Pálma­dótt­ur, mat­reiðslu­manni en hún hef­ur tekið þátt í keppn­inni Eft­ir­rétt­ur árs­ins og verið í kokk­landsliðinu frá ár­inu 2021.

    Bjarki Snær Þorsteinsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
    Bjarki Snær Þor­steins­son meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

    Gabrí­el Kristni Bjarna­syni mat­reiðslu­manni sem starfar hjá Fast­us. Gabrí­el sigraði keppn­ina Nordic Young Chef 2021, hef­ur náð þriðja sæti í keppn­inni um Kokk­ur árs­ins og unnið Íslensku nem­a­keppn­ina ásamt því að vera aðstoðarmaður í Bocu­se´dor

    Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
    Erla Þóra Berg­mann Pálma­dótt­ir meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

    Huga Rafni Stef­áns­syni, sjálf­stætt starf­andi mat­reiðslu­manni, hann hef­ur sigrað í ís­lensku nem­a­keppn­inni í mat­reiðslu og verið aðstoðarmaður í Bocu­se´dor keppn­inni.

    Gabríel Kristinn Bjarnason meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
    Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

    Jafeti Berg­mann Viðars­syni mat­reiðslu­manni á Torfús Retreat. Hann hef­ur tekið þátt í keppn­inni Eft­ir­rétt­ur árs­ins og Mat­reiðslu­nemi árs­ins.

    Hugi Rafn Stefánsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
    Hugi Rafn Stef­áns­son meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

    Krist­ínu Birtu Ólafs­dótt­ur mat­reiðslu­manni á Hót­el Reykja­vík Grand. Krist­ín fyrr­um sig­ur­veg­ari í Íslensku nem­a­keppn­inni og tekið þátt í keppn­inni um Eft­ir­rétt­ur árs­ins ásamt því að lenda í þriðja sæti á Íslands­móti iðngreina.

    Jafet Bergmann Viðarsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
    Jafet Berg­mann Viðars­son meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

    María Shram­ko, Bak­ara­meist­ar­an­um, er reynslu­bolti í keppn­ismat­reiðslu en hún hef­ur unnið til fleiri en hundrað verðlauna á stór­mót­um og er viður­kennd­ur dóm­ari.

    Kristin Birta Ólafsdóttir meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
    Krist­in Birta Ólafs­dótt­ir meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

    Ólöf Ólafs­dótt­ir Head pas­try chef á veit­ingastaðnum Mon­keys. Ólöf vann í keppn­inni um eft­ir­rétt árs­ins 2021.

    María Shramko meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
    María Shram­ko meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

    Úlfari Erni Úlfars­syni mat­reiðslu­manni, sem er sjálf­stætt starf­andi. Úlfar hef­ur keppt í keppn­inni um Eft­ir­rétt­ur árs­ins og verið í Bocu­de´dor teym­inu.

    Ólöf Ólafsdóttir meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
    Ólöf Ólafs­dótt­ir meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir

    Íslenska kokka­landsliðinu verður fylgt vel eft­ir og frétt­ir af gengi liðsins munu vera birt­ar á mat­ar­vefn­um jafn óðum og þær ber­ast. Íslenska þjóðin mun fylgj­ast spennt með gengi liðsins og hvetja það til dáða í mat­ar­gerðinni.

    Úlfar Örn Úlfarsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
    Úlfar Örn Úlfars­son meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert