Hefur þú smakkað Húsó-steikta fiskinn?

Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum við Sólvallagötu deilir uppskriftinni …
Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum við Sólvallagötu deilir uppskriftinni með lesendum að einum vinsælasta réttinum úr Húsó-eldhúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Húsó-sjón­varpsþætt­irn­ir á RÚV njóta mik­illa vin­sælda þessa dag­ana og marg­ir standa á önd­inni hvað ger­ist næst í Húsó. Einn fræg­asti rétt­ur­inn sem hef­ur komið úr eld­hús­inu í Húsó er steikti fisk­ur­inn sem bor­inn er fram með heima­gerða remúlaðinu. Al­gjört nammi þessi steikti fisk­ur og gef­ur líf­inu lit. Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari í Hús­stjórn­ar­skól­an­um opnaði leyniupp­skrifta­bók­ina fyr­ir mat­ar­vef­inn og deil­ir hér með les­end­um upp­skrift­inni frægu að steikta fisk­in­um og remúlaðinu. Leynd­ar­dóm­ur­inn við þenn­an rétt er brauðmylsnu­blanda góða sem vert er að nota utan á fisk­inn.

„Ef ég ætti að velja einn rétt sem ég þyrfti að borða á hverju kvöldi út lífið væri það lík­lega steikt­ur fisk­ur. Ég borða fisk tvisvar til þris­var í viku, hann er einn holl­asti mat­ur sem maður kemst í og fer mjög vel í maga,“ seg­ir Marta María. Allra best er að bera steikt­an fisk­inn fram með heima­gerðu remúlaði að hætti Húsó ásamt soðnum kart­öfl­um og fersku sal­ati.

Steiktur fiskur með heimagerður remúlaði borinn fram með soðnum kartöflum …
Steikt­ur fisk­ur með heima­gerður remúlaði bor­inn fram með soðnum kart­öfl­um og fersk­ur sal­ati nýt­ur mik­illa vin­sælda í Húsó. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hefur þú smakkað Húsó-steikta fiskinn?

Vista Prenta

Steik­ur fisk­ur með heima­gerðu remúlaði

Fyr­ir 3-4

  • 600-800 g ýsa eða þorsk­ur

Aðferð:

  1. Skerið fisk­inn í hæfi­lega stóra bita.
  2. Veltið hon­um upp úr blönd­unni og steikið sam­kvæmt leiðbein­ing­um hér fyr­ir neðan.

Brauðmylsnu­blanda fyr­ir steikt­an fisk

  • 1 ½ dl brauðmylsna
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. hvít­ur pip­ar
  • ½ tsk. karrí
  • 1 tsk. papriku­duft
  • 1 tsk. lauk­duft

Aðferð:

  1. Setjið allt í skál og blandið vel sam­an.
  2. Sláið sund­ur 2 egg með 2 msk. mjólk og veltið fisk­in­um fyrst upp úr eggja­blönd­unni og síðan raspinu.
  3. Steikið á pönnu í olíu með smá smjörklípu út í.
  4. Passið vel upp á hit­ann, þ.e. að hafa hann ekki of mik­inn.

Heima­gert remúlaði að hætti Húsó

  • 1 dl maj­ónes
  • 1 dolla 18% sýrður rjómi (rauði)
  • 1-2 tsk. díjón sinn­ep
  • 3 msk. rel­is  bost­on gúrka í brúsa, ör­lítið karrí, pip­ar og lauk­duft
  • Smá hun­ang
  • Hægt er að bæta við saxaðri ferskri stein­selju og blaðlauk eft­ir smekk 

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra sam­an maj­ónes­inu, sýrða rjóm­an­um og sinn­ep­inu í skál.
  2. Bætið síðan við gúrk­unni og kryddið til með krydd­un­um.
  3. Bætið síðan við ögn af hun­angi.
  4. Loks getið þið bætt við ferskri stein­selju og blaðlauk eft­ir smekk og ástríðu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert