Fyrri keppnisdagurinn hafinn með pomp og prakt

Stemningin í liðinu fyrir keppnina er rafmögnuð.
Stemningin í liðinu fyrir keppnina er rafmögnuð. Ljósmynd/Íslenska kokkalandsliðið

Íslenska kokka­landsliðið kepp­ir í sinni fyrstu grein á Ólymp­íu­leik­un­um í Stutt­g­art í dag. Liðið kom til Þýska­lands á fimmtu­dag og dag­ur­inn í gær fór í und­ir­bún­ing. Liðið hóf keppni klukk­an 14:00 á staðar­tíma og lýk­ur leik um klukk­an 23:00 á staðar í kvöld. Úrslit dags­ins munu liggja fyr­ir um miðjan dag á morg­un. Svo er seinni keppn­is­dag­ur liðsins á þriðju­dag en loka úr­slit verða kynnt á miðviku­dag. 

Það var stemmning fyrirfram íslenska keppniseldhúsið sem kallast „búrið“ þegar …
Það var stemmn­ing fyr­ir­fram ís­lenska keppniseld­húsið sem kall­ast „búrið“ þegar keppn­in hófst í dag. Ljós­mynd/Í​slenska kokka­landsliðið

Besti ár­ang­ur liðsins þriðja sætið til þessa

Íslenska kokka­landsliðið sam­an­stend­ur af reynslu­miklu keppn­isfólki og ein­stak­ling­um sem flest eru að fara að keppa á sínu fyrsta stór­móti. Liðstjóri Kokka­landsliðsins í ár er Ísak Aron Jó­hanns­son. Ísak hef­ur verið í landsliðshópn­um síðan 2019. Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir er landsliðsþjálf­ari hún var liðstjóri í landsliðshópn­um sem náði þriðja sæti á síðustu Ólympíu­leik­um árið 2020 en það er besti ár­ang­ur Íslands til þessa.

Sigrún Hafsteinsdóttir, Úlfar Finnbjörnsson matreiðsumeistari og Sigurður Helgason matreiðslumeistari heilsuðu …
Sigrún Haf­steins­dótt­ir, Úlfar Finn­björns­son mat­reiðsu­meist­ari og Sig­urður Helga­son mat­reiðslu­meist­ari heilsuðu upp á Snæ­dísi Xyza Mae Jóns­dótt­ur þjálf­ara ís­lenska kokk­landsliðis­ins, Erlu Þóru Berg­mann Pálma­dótt­ur, Ólöfu Ólafs­dótt­ur og Krist­ínu Birtu Ólafs­dótt­ur meðlimi kokka­landsliðis­ins fyr­ir utan keppniseld­hús ís­lenska Kokka­landsliðsins fyrr í dag, búrið fræga þar sem hlut­irn­ir ger­ast. Ljós­mynd/Í​slenska kokka­landsliðið
Landsliðið á leiðinni í búrið, tilbúið að takast á við …
Landsliðið á leiðinni í búrið, til­búið að tak­ast á við fyrri keppn­is­grein­ina á Ólymp­íu­leik­un­um. Ljós­mynd/Í​slenska kokka­landsliðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert