Íslenska kokkalandsliðið hreppti gullið

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Íslenska kokka­landsliðið hreppti gullið fyr­ir fyrstu keppn­is­grein­ina sem það keppti í á Ólymp­íu­leik­un­um í Stutt­g­art í gær. Gull ár­ang­ur í fyrstu keppn­is­grein styrk­ir lík­urn­ar á því að liðið nái mark­miðum sín­um á leik­un­um en liðið ætl­ar sér eitt af þrem­ur efstu sæt­un­um. Þetta er framúrsk­ar­andi ár­ang­ur og all­ir að springa úr stolti.

    Liðið kom til Þýska­lands á föstu­dag og á laug­ar­dag voru leik­arn­ir sett­ir. Í dag und­ir­býr liðið svo næstu keppn­is­grein en hún fer fram á morg­un og spenn­an er há­marki. Ólymp­íu­leik­ar mat­reiðslu­fólks í Stutt­g­art í full­um gangi þessa stund­ina og allt gekk eins í sögu í fyrstu grein­inni hjá ís­lenska kokka­landsliðinu eins áður sagði.  

    Keppn­is­grein­in í gær kall­ast Chef’s table en þá fram­reiðir landsliðið 7 rétta mat­seðil fyr­ir 12 gesti. Keppn­is­grein morg­undags­ins er það sem kall­ar er Restaut­ant of nati­ons” sem er þriggja rétta kvöld­verður fyr­ir 110 gesti. Það er góður andi í hópn­um eft­ir gær­dag­inn í Stutt­g­art eru nú sam­an komn­ir um það bil fimm­tíu aðstand­end­ur og vin­ir kepp­anda sem styðja hóp­inn dyggi­lega.

    Hér má sjá mynd­ir frá gær­deg­in­um úr keppn­is­búr­inu.

    Íslenska kokkalandsiðið stóð sig framúrskarandi í gær og hreppti gullið …
    Íslenska kokka­landsiðið stóð sig framúrsk­ar­andi í gær og hreppti gullið fyr­ir frammistöðuna. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir
    Fyrirliðinn Ísak Jóhannsson kynnir seðilinn.
    Fyr­irliðinn Ísak Jó­hanns­son kynn­ir seðil­inn. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir
    Allt að gerast í búrinu.
    Allt að ger­ast í búr­inu. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir
    Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir
    Framúrskarandi framsetning.
    Framúrsk­ar­andi fram­setn­ing. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir
    Framsetning, bragð og áferð skoraði hátt.
    Fram­setn­ing, bragð og áferð skoraði hátt. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir
    Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir
    Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir
    Liðsheildin glöð eftir góðan dag.
    Liðsheild­in glöð eft­ir góðan dag. Ljós­mynd/​Ruth Ásgeirs­dótt­ir
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert