Engin þjóð með öflugra stuðningslið

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Eins og fram flest­ir vita þá fara fram Ólymp­íu­leik­arn­ir í mat­reiðslu í Stutt­g­art þessa dag­ana þar sem ís­lenska kokka­landsliðið er að keppa og ætl­ar sér á verðlaunap­all. Nú stend­ur yfir keppn­in í seinni keppn­is­grein­inni og spenn­an er í há­marki. And­inn í liðinu sem og stuðnings­mönn­um þess er góður.

    Eng­in þjóð með öfl­ugra stuðningslið

    Fjöldi stuðnings­manna er úti að fylgja ís­lenska kokka­landsliðinu eft­ir og mik­il stemn­ing­in er í höll­inni. Einn stuðnings­manna liðsins gaf sig á tal við mynda­töku­mann mat­ar­vefs mbl.is og lýsti stemn­ing­unni vel. Stefán Örn landsliðspabbi er faðir tveggja liðsmanna, Huga Rafns Stef­áns­son landsliðsmanns í keppn­isliðinu og Hákons Orra Stef­áns­son­ar sem er í ein­valaliði aðstoðarmanna kokka­landsliðsins. „Ég get sagt það að ég er bú­inn að fara í ýmsa bása hér á svæðinu og það er eng­inn þjóð sem er með jafnöflugt stuðningslið eins og ís­lenska kokka­landsliðið,“ seg­ir Stefán sem er orðinn afar spennt­ur á hliðarlín­unni. 

    Hrein­asta eld­húsið á svæðinu

    Krist­ín Birta Ólafs­dótt­ir meðlim­ur í kokka­landsliðinu er bjart­sýn og seg­ir að liðið sem afar vel und­ir­búið. Allt gangi smurt og þau hafi æft í nokkr­ar mánuði og þetta sé eins og hver önn­ur tímaæf­ing. „Ég get sagt ykk­ur það að við erum með hrein­asta eld­húsið á svæðinu, það höf­um við líka æft okk­ur vel,“ seg­ir Krist­ín Birta og við má þetta bæta að gef­in er ein­kunn fyr­ir hrein­læti, skipu­lag og aðbúnað. Það dug­ar ekki bara að vera með góðan mat sem laðar að auga og munn.

    Hér fyr­ir ofan má sjá viðtalið við þau Stefán og Krist­ínu Birtu sem tekið var í dag.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert