Sonur Snædísar þjálfara kokkalandsliðsins kokkur í dag

Sonurinn, Helgi Rafn, fetar fótspor móður sinnar, Snædísar Xyza Mae …
Sonurinn, Helgi Rafn, fetar fótspor móður sinnar, Snædísar Xyza Mae Jónsdóttur, og er verðlaunakokkur í dag. Lagaði hafragraut í morgunmat í kokkabúningnum með medalíu um hálsinn. Samsett mynd

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni eins og sagt. Í tilefni öskudagsins ákvað Helgi Rafn, sonur Snædísar Xyza Mae Jónsdóttur þjálfara íslenska kokkalandsliðsins, að vera kokkur og ekki bara kokkur heldur verðlaunakokkur. Helgi Rafn er aðeins þriggja ára gamall og þegar farinn að taka þátt í eldhúsinu og lagaði dýrindis hafragraut í morgunmat. Snædís og lið hennar hlutu tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í matreiðslu í ár og brons fyrir heildarframmistöðuna. 

„Hjartað mitt vildi vera kokkur á öskudaginn. Ágústa frænka gaf honum medalíu og honum fannst ekkert sjálfsagðra en að setja hana á sig þar sem hann vildi vera eins og mamma sín,“ segir Snædís og bætir við að síðan hafi hann þurft prófa að elda hafragraut í búningnum.  Helgi Rafn er svo sannarlega stoltur af mömmu sinni sem er fyrirmynd hans í tilefni dagsins. 

Helgi Rafn ofurstoltur í kokkabúningnum með medalíuna um hálsinn.
Helgi Rafn ofurstoltur í kokkabúningnum með medalíuna um hálsinn. Ljósmynd/Snædís Xyza Mae

Helgi Rafn vildi glaður gefa lesendum matarvefsins uppskriftina að hafragrautnum sínum og hér er hún komin. Sjáið myndbandið á Instagram-síðu Snædísar af Helga laga hafragraut í kokkabúninginum sínum, hvað er krúttlegra en þetta í tilefni dagsins?

Helgi Rafn búinn að græja hafragrautinn.
Helgi Rafn búinn að græja hafragrautinn. Ljósmynd/Snædís Xyza Mae

Hafragrautur ala Helgi Rafn

  • 40 g haframjöl
  • 150 ml vatn
  • Klípa af salt
  • Kanill  eftir smekk
  • Rúsínur  eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið haframjöl, vatn og salt í pott, stillið á miðlungs hita og hrærið með písk þar til hafragrauturinn fer að sjóða.
  2. Setjið í skál.
  3. Stráið kanil yfir og rúsínum.
  4. Gott er að hella smá kaldri mjólk yfir grautinn.
  5. Njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert