Gómsætt taco töfrað fram á augabragði

Berglind Hreiðars er snjallari en flestir að setja saman girnilega …
Berglind Hreiðars er snjallari en flestir að setja saman girnilega rétti á skömmum tíma og hér er hún með gómsæt taco með kjúklingi sem allir ráða við að búa til. Samsett mynd

Það er kom­inn fimmtu­dag­ur og þá er það eitt­hvað ein­falt, hollt og gott. Kær­komið er að fá upp­skrift­ir að máltíðum sem hægt er að setja sam­an á skömm­um tíma og hér hafið þið sann­ar­lega eina slíka. Hér er á ferðinni góm­sætt taco með kjúk­lingi og gul­um baun­um sem tek­ur ör­stutta stund að töfra fram og upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars, köku- og mat­ar­blogg­ara hjá Gotte­rí og ger­sem­ar. Sjáið Berg­lindi út­búa taco með kjúk­lingi á auga­bragði, en þetta er svo ein­falt.

Gómsætt taco töfrað fram á augabragði

Vista Prenta

Tacos með kjúk­lingi og gul­um baun­um

8-10 litl­ar tortillakök­ur

Kjúk­lingatacos

  • 1 pk. Ali Rod­izio kjúk­linga­læra­kjöt
  • 8-10 litl­ar tortillakök­ur
  • 1 dós gul­ar baun­ir (um 400 g)
  • 2 lauk­ar
  • Romaine-sal­at eft­ir smekk
  • Ferskt kórí­and­er eft­ir smekk
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Ólífu­olía til steik­ing­ar
  • Kórí­and­er- og límónusósa (sjá upp­skrift að neðan)

Aðferð:

  1. Skerið lauk­inn og kjúk­ling­inn niður.
  2. Steikið lauk upp úr ólífu­olíu þar til hann fer að mýkj­ast, saltið og piprið eft­ir smekk.
  3. Bætið þá gul­um baun­um og niður­skorn­um Rod­izio-kjúk­lingi á pönn­una og steikið þar til allt er orðið heitt í gegn.
  4. Hitið tortillakök­ur, skerið niður sal­at og raðið sal­ati og kjúk­linga­blöndu á kök­urn­ar. Toppið með kórí­and­ersósu og fersk­um kórí­and­er.

Kórí­and­er- og límónusósa

  • 150 g grísk jóg­úrt
  • 100 g sýrður rjómi
  • 2 hvít­lauksrif (rif­in)
  • 1 límóna (safi og börk­ur)
  • 1 búnt kórí­and­er (saxað smátt)
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Pískið allt sam­an í skál og smakkið til með salti og pip­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert