Litur ársins lokkandi saltblár með perluáferð

Fyrsti litur ársins hjá KitchenAid er saltblár, lillablár litur með …
Fyrsti litur ársins hjá KitchenAid er saltblár, lillablár litur með hárfínum litaskiptum, rauðleitri perluáferð sem skiptir mjúklega litatónum eftir því hvar ljósið lendir á litnum. Ljósmynd/KitchenAid

Þann 8. fe­brú­ar síðastliðinn af­hjúpaði KitchenAid lit árs­ins 2024. Lit­ur­inn heit­ir „Blue Salt. Blue Salt“ eða Salt­blár. salt­blái lit­ur­inn er lilla­blár lit­ur með hár­fín­um lita­skipt­um, rauðleitri perlu­áferð sem skipt­ir mjúk­lega litatón­um eft­ir því hvar ljósið lend­ir á litn­um. Þetta er ljós­lif­andi lit­ur sem er vís til þess að brjót­ast út úr eintóna til­breyt­ing­ar­leysi eld­húss­ins. Lit­ur­inn er nú fá­an­leg­ur á Artis­an hræri­vél­inni, salt­blár er sí­breyti­leg­ur lit­ur sem end­ur­spegl­ar fjöl­hæfn­ina sem hlut­verk eld­húss­ins spil­ar í lífi okk­ar allra á hverj­um degi.

Þetta er ljóslifandi litur sem er vís til þess að …
Þetta er ljós­lif­andi lit­ur sem er vís til þess að brjót­ast út úr eintóna til­breyt­ing­ar­leysi eld­húss­ins. Ljós­mynd/​KitchenAid

Ný áferð og nýr litatón

„Við erum virki­lega spennt að kynna KitchenAid lit árs­ins 2024 og hef­ur mik­il stemn­ing mynd­ast hér inn­an­húss fyr­ir þess­um lit. Bæði er þetta ný áferð sem við höf­um ekki séð áður en einnig kveður við nýj­an tón hjá KitchenAid með þess­um kald­ari og kannski sem kalla má nor­rænni lit, en lit­ir árs­ins hafa hingað til verið frek­ar suðræn­ir, heit­ir og djarf­ir lit­ir. Salt­blár er því spenn­andi viðbót í lita­flóru KitchenAid sem við telj­um að muni höfða enn bet­ur til okk­ar hér á Norður­lönd­un­um,“ seg­ir Dísa Sig­urðardótt­ir í markaðsdeild Heim­ilis­tækja.

Leit­ast við að skapa magnaða eld­hús­upp­lif­un

KitchenAid leit­ast eft­ir því að skapa magnaða eld­hús­upp­lif­un og það byrj­ar gjarn­an með lit og hönn­un vör­un­um þeirra. Lit­ur árs­ins 2024 bregður ekki út af van­an­um að því leit­inu til, en hann er fyrsti lit­ur­inn hjá þeim sem hef­ur þessa ein­stöku perlu­áferð að sögn Chad Reis, markaðs- og vörumerkja­stjóra hjá KitchenAid. „Inn­blás­inn af því hvernig klípa af salti opn­ar skiln­ing­ar­vit­in og ger­ir þau mót­tæki­legri við bragðdýpt­inni, Salt­blár er skynám­inn­ing um að líta hvern dag í nýju ljósi," bæt­ir Reis við.

Kaldur og fallegur litatón.
Kald­ur og fal­leg­ur litatón. Ljós­mynd/​KitchenAid

Fyrsti hræri­véla­lit­ur­inn var kynnt­ur árið 1955

Salt­blár er sá sjötti í röð KitchenAid lita árs­ins. KitchenAid hafa verið í for­ystu fyr­ir mætti litar­ins sem drif­krafti til sköp­un­ar frá því að þeir til­kynntu fyrstu hræri­véla­lit­ina árið 1955. Í dag vel­ur vörumerkið lit árs­ins í takt við strauma og stefnu­mót­un á heims­mæli­kv­arða og sem hvatn­ingu til þess að fanga augna­blikið í nú­inu og veita sköp­ur­um heims­ins inn­blást­ur.

Upprisa kaldra lita á ný

Haft er eft­ir Brittni Pertijs sem er lit, áferðar og efn­is­stjóra hjá Whir­lpool að vinna hafi haf­ist við KitchenAid lit árs­ins 2024 með gagna­söfn­un snemma á ár­inu 2021. „Hlý­ir tón­ar líkt og tveir síðustu KitchenAid lit­ir árs­ins, Beetroot og Hi­biscus, hafa verið svo af­ger­andi djarf­ir að við sáum fyr­ir okk­ur upprisu kald­ari lita á ný. Við vild­um að lit­ur árs­ins 2024 end­ur­speglaði fjöl­breytni litatóna og skynj­un­ar sem finna má í nátt­úr­unni, eins og í loft­inu eða sjón­um,“ seg­ir Pertij­is.

Artis­an hræri­vél­in í litn­um Salt­blár er vænt­an­leg til helstu söluaðila KitchenAid á Íslandi með vor­inu. Hægt er að fá frétt­ir af öllu því helsta frá KitchenAid á Íslandi hér og á In­sta­gram-síðu þeirra hér.

Ljós­mynd/​KitchenAid
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert