Sjáðu Gabríel landsliðskokk töfra fram desert fyrir konuna

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son landsliðskokk­ur er þekkt­ur fyr­ir að gera synd­sam­lega góða eft­ir­rétti og hann ætl­ar að gleðja sína konu á konu­dag­inn á sunnu­dag­inn með ein­um slík­um. Hann er ný­kom­inn heim frá Stutt­g­art þar sem hann var með ís­lenska kokka­landsliðinu að keppa á Ólymp­íu­leik­un­um í mat­reiðslu og eins og frægt er orðið kom liðið hlaðið verðlaun­um heim.

    Hvernig var upp­lif­un­in að ná þess­um glæsta ár­angri með ís­lenska kokka­landsliðinu á Ólymp­íu­leik­un­um í mat­reiðslu í Stutt­g­art í fe­brú­ar?

    „Það var ótrú­lega góð til­finn­ing að ná mark­miðunum sem voru sett fyrr á þessu ári, og það að koma úr þessu móti sem þriðja sterk­asta kokka­landslið heims. Það fyll­ir mann að stolti að koma heim með tvær gull medal­í­ur,“ seg­ir Gabrí­el og bros­ir breitt.

    Hver verða næstu skref í keppn­ismat­reiðslunni hjá þér?

    „Ég ætla að taka mér smá frí frá keppni í bili en ég er þessa dag­ana að þjálfa nema árs­ins sem stefna á að keppa um að vera keppn­inni um að vera bestu nem­ar Norður­land­anna sem hald­in verður í apríl næst­kom­andi í Hels­inki.“

    Ætlar að bjóða kon­unni upp á rósa­víns­desert

    Nú er konu­dag­ur­inn fram und­an um helg­ina, ætl­ar þú að dekra við þína konu í til­efni hans á sunnu­dag­inn?

    „Já, klár­lega, ég ætla að henda í skemmti­leg­an rósa­víns­desert, opna eina góða flösku og kannski fær hún blóm­vönd, hver veit,“ seg­ir Gabrí­el.

    Ertu til í að svipta hul­unni af upp­skrift­inni að desert­in­um sem þú ætl­ar að töfra fram?

    „Já, ég er til í það og get lofað að þessi hitt­ir í mark. Þetta er desert sem ég bjó til fyr­ir nokkr­um árum síðan sem sló í gegn á veit­ingastaðnum Héðni Restaurant sem er staðsett­ur við Selja­veg í gamla Vest­ur­bæn­um og hef ég haldið áfram að gera þenn­an síðan,“ seg­ir Gabrí­el og bæt­ir við að þessi rétt­ur slái ávallt í gegn þegar hann býður upp á hann í mat­ar­boði.

    Sjáðu Gabríel landsliðskokk töfra fram desert fyrir konuna

    Vista Prenta

    Rósa­víns­desert að hætti Gabrí­els

    Fyr­ir 2-4

    Skyr mús

    • 150 g hvítt súkkulaði
    • 200 g skyr
    • 250 g rjómi
    • 1 stk. mat­ar­lím

    Aðferð:

    1. Byrjið á því að sjóða rjóma þar til suðan kem­ur upp, bætið síðan við mat­ar­lím­inu.
    2. Setjið súkkulaðið í skál.
    3. Hellið síðan rjóm­an­um yfir súkkulaðið og blandið vel sam­an.
    4. Blandið síðan skyr­inu sam­an við og setjið mús­ina í sprautu­poka og geymið í kæli.

    Lakk­rís krem

    • 1 msk. lakk­rís duft
    • 235 g mjólk
    • 4 eggj­ar­auður
    • 30 g syk­ur
    • 1 tsk. salt
    • 40 g maízenamjöl

    Aðferð:

    1. Byrjið á því að setja lakk­rís­duft og mjólk sam­an í pott og leyfið því að malla.
    2. Blandið síðan sam­an sykri og eggj­um með písk í skál.
    3. Pískið síðan maízenamjöl­inu sam­an við egg­in.
    4. Setjið smá af mjólk­inni út í egg­in til að blanda sam­an við svo þið setjið ekki köld egg í pott­inn.
    5. Bætið loks öllu út í pott­inn og pískið sam­an á miðlungs hita þangað til bland­an verður þykk og silkimjúk.
    6. Setjið í kæli og kælið niður.
    7. Setjið síðan blönd­una í sprautu­poka.

    Rósa­vín krap

    • 255 g rósa­vín
    • 50 g sítr­ónusafi
    • 300 g vatn
    • 120 g syk­ur
    • 1 stk. mat­ar­lím.

    Aðferð:

    1. Byrjið því á að setja vatn og syk­ur sam­an í pott og látið suðuna koma upp.
    2. Bætið síðan mat­ar­lím­inu, rósa­vín­inu og sítr­ónusaf­an­um sam­an við.
    3. Setjið síðan blönd­una í ílát með loki og frystið þangað til að bland­an er al­veg fros­in.

    Sam­setn­ing:

    1. Sprautið lakk­rískremi í botn skál­ar­inn­ar.
    2. Sprautið síðan skyrmús­inni ofan á.
    3. Takið rósa­vínið úr fryst­in­um og rífið með gaffli eða mat­skeið þangað til það mynd­ar krap og bætið ofan á topp­inn.
    4. Berið fram með glasi að rósa­víni með eða öðru sem hug­ur­inn girn­ist.
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert